Gerir allt sjálf fyrir ferminguna og þiggur enga hjálp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 15:00 Mæðgurnar Erna og Anna Kolbrún. Vísir/Arnar Halldórsson Fimmtán ára stelpa úr Garðabæ, sem fær loks að fermast eftir tveggja ára bið, hefur staðið í ströngu við undirbúning veislunnar en hún bæði bakar og skreytir – alein og óstudd. Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði í vikunni stóð Anna Kolbrún Stefánsdóttir í ströngu við að baka fyrir veisluna, sem var loks haldin í Digraneskirkju í dag. Kransakökubitar voru þá í bígerð en Anna þurfti að verða sér úti um heila frystikistu til að koma öllu góðgætinu fyrir. „Ég ætla að setja blóm, alvöru blóm, á fermingarkökuna – svona bleik og stór,” segir Anna Kolbrún, aðspurð hvernig hún ætlar að skreyta tertuna. Hún gerir líka rice krispies kökur, bollakökur, gulrótatertu, perutertu, pavlovur og þannig mætti lengi telja. „Nei ég fæ enga hjálp,” segir Anna Kolbrún aðspurð og bætir við að hún hafi virkilega gaman að þessu. Uppskriftirnar finnur hún á netinu og í bókum en hún hefur séð um veislurnar sínar frá því hún var lítil stelpa. „Við megum ekki einu sinni hjálpa henni,” segir Erna Arnardóttir, móðir Önnu Kolbrúnar, en viðurkennir þó að hún fái stundum að taka til eftir dóttur sína. „Hún hefur bakað kökurnar í afmælinu sínu í mörg ár,” segir hún en Anna Kolbrún hefur bakað fyrir veislur, skírnir og fyrirtæki. Mamma hennar segir kökurnar afskaplega góðar. „Þær eru ekki bara fallegar – þær eru líka góðar.” Og loks er komið að stóra deginum – Anna Kolbrún fermist í dag eftir tveggja ára bið. Henni fannst biðin samt ekkert erfið en er spennt að fá að fermast, halda veisluna og að hitta fólkið sitt. Fréttastofa kíkti í heimsókn til mæðgnanna, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Fermingar Börn og uppeldi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira