Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. nóvember 2021 07:00 Bílastæði við Gígaverksmiðju Tesla. Rauður hringur hefur verið settur utan um bleikan bíl aftan á flutningabíl. Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu. Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax. Tesla Vistvænir bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent
Tesla bíður venjulega eingöngu upp á svarta, hvíta, gráa, bláa og rauða bíla. Það virðist því sem einhverjir viðskiptavinir séu að sérpanta Tesla bíla í öðrum litum, sem hingað til hefur ekki verið hægt. Á myndbandinu hér að neðan má sjá einn bleika bílinn koma inn í verksmiðjuna (5:13) og svo sést hann seinna á bílastæðinu (6:15). Líklega er um svokallaða filmun (e. wrap) að ræða. Orðrómur hefur verið á kreiki um að fólk geti pantað filmaða bíla í hinum ýmsu litum í Kína. Áætlanir Tesla í Þýskalandi lúta meðal annars að því að vera með afar fullkomna sprautuklefa og þegar það var kynnt voru vísbendingar á lofti um nýja liti í framboði Tesla. Það er því ekki líklegt að þar verði bílarnir filmaðir, að minnsta kosti ekki strax.
Tesla Vistvænir bílar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent