Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 14:08 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06