„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 12:01 Myndin er tekin í búðarglugga í Austurstræti árið 1982. Ólafur Stephensen Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen
Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira