Polestar kemur til Íslands Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. nóvember 2021 07:00 Polestar 2. Bílaumboðið Brimborg er orðinn opinber umboðsaðili fyrir Polestar rafbíla á Íslandi. Polestar sýningarsalurinn mun opna 25. nóvember í Reykjavík. Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning Brimborgar og Polestar. Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur hafið sölu bíla sinna á Íslandi með Polestar 2 rafbílnum. Polestar hefur valið Brimborg, til að vera umboðsaðili sinn á Íslandi. „Við hlökkum til að koma með Polestar til Íslands sem er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að grænni orku. Þar sem raforkan á Íslandi er næstum 100% endurnýjanleg og metnaður okkar til að ná kolefnishlutleysi er mikill, erum við líka mjög stolt af því að bæta Íslandi við markaðssvæðin okkar. Sem framleiðandi hágæða rafbíla fannst okkur Brimborg vera kjörinn samstarfsaðili og við erum ákaflega ánægð með að vera komin í samstarf með þeim,“ segir Nils Mösko, forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá Polestar Polestar 2 á Goodwood Festival of Speed. „Ég trúi því að sérhæft, hágæða, rafbílamerki á borð við Polestar sem státar af afburða aksturseiginleikum muni hrista rækilega upp í bílamarkaðnum og leggjast af krafti á árarnar með okkur Íslendingum við að ná metnaðarfullu markmiði Íslands um að verða fyrsta jarðefnaeldsneytislausa landið í heiminum árið 2050. Við hjá Brimborg erum eðlilega mjög spennt fyrir því að vera orðin opinber umboðsaðili Polestar á Íslandi, “ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Við bíðum þess með eftirvæntingu að kynna Polestar upplifunina fyrir neytendum og það er enginn vafi á því að bíll á borð við Polestar 2 mun festa sig í sessi sem leiðandi á markaði hágæða rafbíla,“ bætir Nils við. Innra rými Polestar 2. Polestar netkaup og Polestar Space sýningarsalur Polestar rafbílar eru keyptir á polestar.com/is í gegnum einfalt og fullkomlega stafrænt ferli sem stutt er við með sölustöðum víða um heim sem ganga undir nöfnunum Polestar Space og Polestar Destination. Þessir sérhönnuðu sölustaðir skapa neytendum einstaka upplifun af vörumerkinu og gera þeim kleift að eiga þægileg samskipti við Polestar sérfræðinga til að kynna sér bílana í þaula, þar á meðal með reynsluakstri. Polestar Space sýningarsalur opnar í Reykjavík hjá Brimborg þann 25. nóvember næstkomandi en stærri, varanlegur, Polestar Destination sýningarsalur opnar í Brimborg á fyrsta fjórðungi ársins 2022. Polestar 2 Polestar 2 er framúrstefnulega hannaður og býður upp á einstaka akstursupplifun í flokki hágæða rafbíla með vegan innréttingu sem staðalbúnað, sjálfbærniáherslu í öllu efnisvali, leiðandi tækni og notendavæna akstursupplifun. Polestar 2 var heimsfrumsýndur árið 2020 og hlaut mikið lof frá viðskiptavinum, aðdáendum og fjölmiðlum. Polestar 2 er margverðlaunaður. Hann hlaut titilinn „Bíll ársins“ í Noregi og Sviss, var kosinn besti alhliða rafbíllinn af BBC Top Gear Magazine, hlaut Red Dot-verðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og eftirsótta titilinn „Gullna stýrið“ í Þýskalandi. Polestar 2. „Polestar 2 er mjög aðlaðandi og kraftmikill bíll sem státar af framúrstefnulegri og nútímalegri hönnun sem tekið er eftir og viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Hann býr yfir fullkominni samsetningu eiginleika: rafknúinn, sjálfbær, stafrænn, glæsilegur með framúrskarandi aksturseiginleika – allt það besta sem til er.“ Polestar 2 var fyrsti bíllinn í heiminum sem kom á markað með upplýsinga- og afþreyingarkerfi frá Android með innbyggðum Google-eiginleikum. Android Automotive upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á traust og aðlögunarhæft stafrænt umhverfi þar sem smáforrit og virkni bílsins samþættast. Kerfið býður í fyrsta sinn upp á innbyggða Google-þjónustu í bíl – þar á meðal Google Assistance, Google Map með stuðningi fyrir rafbíla og Google Play Store. Náttúruleg raddstýring ásamt 11 tommu snertiskjá hleypa lífi í þetta nýja viðmót. Stöðug nettenging tryggir einnig að smáforritin eru ávallt uppfærð, sem og bíllinn sjálfur. Polestar notar þráðlausar uppfærslur (OTA) til reglulegra uppfærslna á hugbúnaði bílsins og til uppfærslu á nýjum búnaði, og sér þannig til þess að Polestar 2 sé alltaf eins og glænýr bíll. Polestar 2 verður í boði á Íslandi með stóra 78 kWh drifrafhlöðu og tvo rafmótora sem skapar einstakt fjórhjóladrifsgrip með heildarafköstum sem nema 300 kW/408 hestöfl og 660 Nm togi. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er Pilot pakki í boði sem inniheldur háþróaða akstursstuðningstækni og uppfærða innilýsingu ásamt mörgu öðru. Performance pakkinn sem inniheldur Brembo-hemla, stillanlega Öhlins-dempara, 20 tommu þrykktar álfelgur og einkennandi „Swedish Gold“ hönnunaráherslur, er í boði sem aukabúnaður og hefur akstursupplifunina upp á hærra svið. Polestar 2 Long range Dual motor kostar 6.750.000 kr. og honum fylgir fimm ára ábyrgð, átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu, þjónusta og viðhald í þrjú ár, ókeypis lánsbíll við reglulega þjónustu og ábyrgðarviðgerðir og vegaþjónusta um land allt. Vistvænir bílar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Meðfylgjandi er sameiginleg fréttatilkynning Brimborgar og Polestar. Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur hafið sölu bíla sinna á Íslandi með Polestar 2 rafbílnum. Polestar hefur valið Brimborg, til að vera umboðsaðili sinn á Íslandi. „Við hlökkum til að koma með Polestar til Íslands sem er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að grænni orku. Þar sem raforkan á Íslandi er næstum 100% endurnýjanleg og metnaður okkar til að ná kolefnishlutleysi er mikill, erum við líka mjög stolt af því að bæta Íslandi við markaðssvæðin okkar. Sem framleiðandi hágæða rafbíla fannst okkur Brimborg vera kjörinn samstarfsaðili og við erum ákaflega ánægð með að vera komin í samstarf með þeim,“ segir Nils Mösko, forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar hjá Polestar Polestar 2 á Goodwood Festival of Speed. „Ég trúi því að sérhæft, hágæða, rafbílamerki á borð við Polestar sem státar af afburða aksturseiginleikum muni hrista rækilega upp í bílamarkaðnum og leggjast af krafti á árarnar með okkur Íslendingum við að ná metnaðarfullu markmiði Íslands um að verða fyrsta jarðefnaeldsneytislausa landið í heiminum árið 2050. Við hjá Brimborg erum eðlilega mjög spennt fyrir því að vera orðin opinber umboðsaðili Polestar á Íslandi, “ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Við bíðum þess með eftirvæntingu að kynna Polestar upplifunina fyrir neytendum og það er enginn vafi á því að bíll á borð við Polestar 2 mun festa sig í sessi sem leiðandi á markaði hágæða rafbíla,“ bætir Nils við. Innra rými Polestar 2. Polestar netkaup og Polestar Space sýningarsalur Polestar rafbílar eru keyptir á polestar.com/is í gegnum einfalt og fullkomlega stafrænt ferli sem stutt er við með sölustöðum víða um heim sem ganga undir nöfnunum Polestar Space og Polestar Destination. Þessir sérhönnuðu sölustaðir skapa neytendum einstaka upplifun af vörumerkinu og gera þeim kleift að eiga þægileg samskipti við Polestar sérfræðinga til að kynna sér bílana í þaula, þar á meðal með reynsluakstri. Polestar Space sýningarsalur opnar í Reykjavík hjá Brimborg þann 25. nóvember næstkomandi en stærri, varanlegur, Polestar Destination sýningarsalur opnar í Brimborg á fyrsta fjórðungi ársins 2022. Polestar 2 Polestar 2 er framúrstefnulega hannaður og býður upp á einstaka akstursupplifun í flokki hágæða rafbíla með vegan innréttingu sem staðalbúnað, sjálfbærniáherslu í öllu efnisvali, leiðandi tækni og notendavæna akstursupplifun. Polestar 2 var heimsfrumsýndur árið 2020 og hlaut mikið lof frá viðskiptavinum, aðdáendum og fjölmiðlum. Polestar 2 er margverðlaunaður. Hann hlaut titilinn „Bíll ársins“ í Noregi og Sviss, var kosinn besti alhliða rafbíllinn af BBC Top Gear Magazine, hlaut Red Dot-verðlaunin fyrir framúrskarandi hönnun og eftirsótta titilinn „Gullna stýrið“ í Þýskalandi. Polestar 2. „Polestar 2 er mjög aðlaðandi og kraftmikill bíll sem státar af framúrstefnulegri og nútímalegri hönnun sem tekið er eftir og viðskiptavinir okkar eru hæstánægðir,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar. „Hann býr yfir fullkominni samsetningu eiginleika: rafknúinn, sjálfbær, stafrænn, glæsilegur með framúrskarandi aksturseiginleika – allt það besta sem til er.“ Polestar 2 var fyrsti bíllinn í heiminum sem kom á markað með upplýsinga- og afþreyingarkerfi frá Android með innbyggðum Google-eiginleikum. Android Automotive upplýsinga- og afþreyingarkerfið býður upp á traust og aðlögunarhæft stafrænt umhverfi þar sem smáforrit og virkni bílsins samþættast. Kerfið býður í fyrsta sinn upp á innbyggða Google-þjónustu í bíl – þar á meðal Google Assistance, Google Map með stuðningi fyrir rafbíla og Google Play Store. Náttúruleg raddstýring ásamt 11 tommu snertiskjá hleypa lífi í þetta nýja viðmót. Stöðug nettenging tryggir einnig að smáforritin eru ávallt uppfærð, sem og bíllinn sjálfur. Polestar notar þráðlausar uppfærslur (OTA) til reglulegra uppfærslna á hugbúnaði bílsins og til uppfærslu á nýjum búnaði, og sér þannig til þess að Polestar 2 sé alltaf eins og glænýr bíll. Polestar 2 verður í boði á Íslandi með stóra 78 kWh drifrafhlöðu og tvo rafmótora sem skapar einstakt fjórhjóladrifsgrip með heildarafköstum sem nema 300 kW/408 hestöfl og 660 Nm togi. Auk ríkulegs staðalbúnaðar er Pilot pakki í boði sem inniheldur háþróaða akstursstuðningstækni og uppfærða innilýsingu ásamt mörgu öðru. Performance pakkinn sem inniheldur Brembo-hemla, stillanlega Öhlins-dempara, 20 tommu þrykktar álfelgur og einkennandi „Swedish Gold“ hönnunaráherslur, er í boði sem aukabúnaður og hefur akstursupplifunina upp á hærra svið. Polestar 2 Long range Dual motor kostar 6.750.000 kr. og honum fylgir fimm ára ábyrgð, átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu, þjónusta og viðhald í þrjú ár, ókeypis lánsbíll við reglulega þjónustu og ábyrgðarviðgerðir og vegaþjónusta um land allt.
Vistvænir bílar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent