Stuðningur við ungar mæður í Kyrgistan Heimsljós 24. nóvember 2021 11:06 UN Women Ein af megináherslum UN Women er að efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. Eitt af verkefnum UN Women er að styðja við bakið á ungum mæðrum sem stunda jarðaberjaræktun í hrjóstugum sveitum Kyrgistan. Konurnar fá fjármagn, fræðslu og tól til að stunda sjálfbæra ræktun. Á vef UN Women segir af Kursanali kyzy Begimai, 24 ára, sem býr í litlu þorpi á landamærum Kyrgistan og Tadsjikistan. Svæðið er hrjóstugt og harðbýlt og þar er mikið um átök. Flestir vinnufærir karlmenn þorpsins hafa flutt búferlum til Rússlands til að afla tekna og skilja konur og börn eftir. Þrátt fyrir ungan aldur fer Kursanali fyrir hópi fimm ungra mæðra sem komið hafa á fót jarðaberjaræktun á landskika rétt utan við þorpið. Verkefnið er styrkt af UN Women sem veitti hópnum fjármagn til að kaupa þúsund jarðaberjaplöntur, áburð og tól til að hefja ræktun. Kursanali og samtarfskonur hennar hlutu jafnframt fræðslu í ræktun og rekstri. Fyrsta uppskera kvennanna var um þrjú tonn af jarðaberjum og deildist ágóðinn jafnt á milli þeirra. Kursanali segir vinnuna vera uppsprettu mikillar gleði fyrir sig og aðra þorpsbúa. UN Women hefur veitt Kursanali og samstarfskonum hennar áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að viðhalda rekstrinum. „Líkt og margar konur, var ég óörugg þegar ég kynnti hugmynd mína fyrir UN Women. Ég átti erfitt með að koma fyrir mig orði og horfa í augun á þeim sem ég talaði við. Þökk sé UN Women hef ég hlotið fræðslu og fyrir vikið orðið virkari í samfélagi mínu. Ég hef lært mikilvægi þess að stunda sjálfbæran búskap en jafnframt áttað mig á mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í friðarviðræðum og uppbyggingu á átaksvæðum eins og þessu. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er lykilþáttur í að örva hagvöxt og stuðla að öryggi.“ Ein af megináherslum UN Women er að efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. „Það gerum við með verkefnum sem þessum, þar sem konur hljóta fjárstuðning og fræðslu til að koma á fót eigin rekstri. Þannig geta konurnar séð sér og fjölskyldum sínum farborða, eflt nærsamfélög sín og lifað sjálfstæðu lífi,“ segir á vef UN Women. Hér má lesa nánar um hlutverk UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kirgistan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Eitt af verkefnum UN Women er að styðja við bakið á ungum mæðrum sem stunda jarðaberjaræktun í hrjóstugum sveitum Kyrgistan. Konurnar fá fjármagn, fræðslu og tól til að stunda sjálfbæra ræktun. Á vef UN Women segir af Kursanali kyzy Begimai, 24 ára, sem býr í litlu þorpi á landamærum Kyrgistan og Tadsjikistan. Svæðið er hrjóstugt og harðbýlt og þar er mikið um átök. Flestir vinnufærir karlmenn þorpsins hafa flutt búferlum til Rússlands til að afla tekna og skilja konur og börn eftir. Þrátt fyrir ungan aldur fer Kursanali fyrir hópi fimm ungra mæðra sem komið hafa á fót jarðaberjaræktun á landskika rétt utan við þorpið. Verkefnið er styrkt af UN Women sem veitti hópnum fjármagn til að kaupa þúsund jarðaberjaplöntur, áburð og tól til að hefja ræktun. Kursanali og samtarfskonur hennar hlutu jafnframt fræðslu í ræktun og rekstri. Fyrsta uppskera kvennanna var um þrjú tonn af jarðaberjum og deildist ágóðinn jafnt á milli þeirra. Kursanali segir vinnuna vera uppsprettu mikillar gleði fyrir sig og aðra þorpsbúa. UN Women hefur veitt Kursanali og samstarfskonum hennar áframhaldandi þjálfun og ráðgjöf til að viðhalda rekstrinum. „Líkt og margar konur, var ég óörugg þegar ég kynnti hugmynd mína fyrir UN Women. Ég átti erfitt með að koma fyrir mig orði og horfa í augun á þeim sem ég talaði við. Þökk sé UN Women hef ég hlotið fræðslu og fyrir vikið orðið virkari í samfélagi mínu. Ég hef lært mikilvægi þess að stunda sjálfbæran búskap en jafnframt áttað mig á mikilvægi þess að konur séu þátttakendur í friðarviðræðum og uppbyggingu á átaksvæðum eins og þessu. Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er lykilþáttur í að örva hagvöxt og stuðla að öryggi.“ Ein af megináherslum UN Women er að efla fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. „Það gerum við með verkefnum sem þessum, þar sem konur hljóta fjárstuðning og fræðslu til að koma á fót eigin rekstri. Þannig geta konurnar séð sér og fjölskyldum sínum farborða, eflt nærsamfélög sín og lifað sjálfstæðu lífi,“ segir á vef UN Women. Hér má lesa nánar um hlutverk UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kirgistan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent