Gosið búið í bili Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 19:18 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, segir gosið búið í bili. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli er búið í bili að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. Kvikusöfnun undir Reykjanesinu bendi þó til þess að annað gos gæti verið fram undan. Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ekki hefur sést hraunflæði frá gígnum í Fagradalsfjalli frá 18. september, eða í rúma tvo mánuði. Því er ekki nema von að fólk spyrji hvort lengsta eldgosi 21. aldarinnar sé formlega lokið. „Það má segja að gosið sé búið í bili. En það sem við sjáum er að kvikusöfnun er ekki hætt,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Kvika er nú að safnast saman á um fimmtán kílómetra dýpi nærri Fagradalsfjalli og veldur landrisi á nærri öllum Reykjanesskaganum. „Sem er nú ekki mikið, þetta eru örfáir sentimetrar en sést á mög stóru svæði.“ Kristín segir þessa kvikusöfnun geta haldið áfram í nokkurn tíma án þess að það dragi til tíðinda. „En auðvitað á meðan það er kvikusöfnun í gangi eru meiri líkur á því að eitthvað meira gerist. Þannig það er of snemmt að segja að það sé allt búið þarna.“ Gosið var það langlífasta á 21. öldinni og stóð yfir í sex mánuði.visir/Vilhelm Þannig annað gos er kannski ekki yfirvofandi? „Nei ég get ekki sagt það. Þessi kvika er að safnast þarna fyrir á fimmtán kílómetra dýpi og ef hún fer að færa sig nær yfirborðinu myndum við sjá breytingar á merkjum, bæði skjálftavirkni og önnur aflögunarmerki. Við erum ekki farin að sjá það ennþá.“ Það hefur verið skjálftavirkni við Keili - hver er staðan þar? „Það er auðvitað alltaf skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Það er hluti af bakgrunnsvirkni sem við búumst við. En þetta landris, við sjáum þessi merki meira og minna á öllum Reykjanesskaganum, það er hugsanlegt að þetta landsris hafi áhrif á skjálftavirknina,“ segir Kristín.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira