Fordæma illa meðferð á blóðmerum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 12:29 Gunnar Sturluson (t.h.) er forseti Alþjóðasamtaka íslenska hestsins (FEIF). Vísir/samsett Alþjóðasamtök íslenska hestsins (FEIF) fordæma illa meðferð á hryssum sem blóð er tekið úr á íslenskum bæjum. Þau segjast styðja að íslensk stjórnvöld stöðvi blóðmerahald alfarið hér á landi. Myndband af blóðmerahaldi sem kom fram í heimildarmynd alþjóðlegra dýraverndarsamtaka vakti mikla reiði í vikunni. Fjöldi fólks og samtaka hefur fordæmt meðferð á hrossunum sem sást þar, þar á meðal Dýralæknafélag Íslands og Félag hrossabænda. Matvælastofnun rannsakar nú myndbandið. Í yfirlýsingu sem FEIF birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi er blóðmerahald og ill meðferð á hryssum á „blóðbýlum“ fordæmd. Samtökin muni styðja hvaða aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að ráðast í til þess að taka fyrir blóðmerahald. Blóðmerarhald er sagt hafa verið lengi við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. FEIF segist fagna ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að stöðva innflutning og framleiðslu á PMSG-hormóninu innan sambandsins. Ekki náðist strax í Gunnar Sturluson, forseta FEIF, strax við vinnslu þessarar fréttar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Dýralæknafélagið fordæmir ómannúðlega meðferð á blóðmerum Ábyrgð dýralækna sem vinna við blóðtöku úr hryssum er skýr og þeim ber skylda til að hafa velferð dýranna í fyrirrúmi og stöðva blóðtökuna ef aðbúnaður og framkvæmd er ábótavant. Þá ber þeim að gera Matvælastofnun viðvart. 24. nóvember 2021 10:02 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Myndband af blóðmerahaldi sem kom fram í heimildarmynd alþjóðlegra dýraverndarsamtaka vakti mikla reiði í vikunni. Fjöldi fólks og samtaka hefur fordæmt meðferð á hrossunum sem sást þar, þar á meðal Dýralæknafélag Íslands og Félag hrossabænda. Matvælastofnun rannsakar nú myndbandið. Í yfirlýsingu sem FEIF birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi er blóðmerahald og ill meðferð á hryssum á „blóðbýlum“ fordæmd. Samtökin muni styðja hvaða aðgerðir sem íslensk stjórnvöld kunni að ráðast í til þess að taka fyrir blóðmerahald. Blóðmerarhald er sagt hafa verið lengi við lýði á Íslandi, en blóðið er tekið úr fylfullum merum og notað til að auka frjósemi svína til manneldis með hormóninu PSMG. FEIF segist fagna ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að stöðva innflutning og framleiðslu á PMSG-hormóninu innan sambandsins. Ekki náðist strax í Gunnar Sturluson, forseta FEIF, strax við vinnslu þessarar fréttar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Landbúnaður Tengdar fréttir Dýralæknafélagið fordæmir ómannúðlega meðferð á blóðmerum Ábyrgð dýralækna sem vinna við blóðtöku úr hryssum er skýr og þeim ber skylda til að hafa velferð dýranna í fyrirrúmi og stöðva blóðtökuna ef aðbúnaður og framkvæmd er ábótavant. Þá ber þeim að gera Matvælastofnun viðvart. 24. nóvember 2021 10:02 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Dýralæknafélagið fordæmir ómannúðlega meðferð á blóðmerum Ábyrgð dýralækna sem vinna við blóðtöku úr hryssum er skýr og þeim ber skylda til að hafa velferð dýranna í fyrirrúmi og stöðva blóðtökuna ef aðbúnaður og framkvæmd er ábótavant. Þá ber þeim að gera Matvælastofnun viðvart. 24. nóvember 2021 10:02
Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06