Hennessey ætlar að setja sex hjóla rafbíl á markað árið 2026 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. desember 2021 07:01 Hennessey Project Deep Space teikning. Hennessey ætlar að halda áfram að eltast við hraða met líkt og með Venom F5 bíl sínum. Fyrsti rafbíll framleiðandans verður sex hjóla rafbíll sem mun skarta 2400 hestöflum og um 390 milljón króna verðmiða. Bíllinn gengur undir vinnuheitinu Project Deep Space mun hafa ökumannssætið í bílnum miðjum og munu sætin vera í tíguluppröðun. Bíllinn mun vera um sex metrar að lengd og fljótasti fjögurra sæta bíll heims úr kyrrstöðu í 320 km/klst. Vinna er þegar hafin við að smíða bílinn, hann verður þó ekki fáanlegur fyrr en árið 2026. Hann verður einungis smíðaður í 105 eintökum. John Hennessey sagði í samtali við Autocar að hann hefði verið að hugsa um að smíða rafbíl í nokkur ár. Vandinn hafi verið að þyngd rafhlaðna sem þyrfti til að ná nægilegu afli væri of mikil, til að hægt væri að ná fram aksturseiginleikum sem einkenna Hennessey bifreiðar. „Svo hugsaði ég, hvað ef þetta er ekki últra sportbíll eins og F5 og við göngumst við því að hann verður yfir 4000 pund [1800 kg]? Kannski getum við smíðað eitthvað sem getur tekið fleiri en tvær manneskjur“ bætti Hennessey við. Bíllinn mun hafa mótor á hverju hjóli og að sögn Hennessey er ekki óeðlilegt að reikna með að fá 400 hestöfl úr hverju hjóli. Það má því reikna sig niður á að bíllinn verði um 2400 hestöfl. Með þessu afli yrði Deep Space öflugri en Lotus Evija og Pininfarina Battista, raf-últra sportbílarnir. „Þetta verður nútíma útgáfa af einvherju eins og Bugatti Roylae og að drægnin ætti að vera betri en það sem þegar þekkist. Einn Deep Space er nú þegar seldur, einstakling sem þegar á Venom F5. „Hversu margir eru þarna úti sem vilja svona bíl? Ég veit það ekki, en ég veit að á þessum markaði vill fólk eiga eitthvað sem er allt öðruvísi en það sem vinir þess og keppinautar eiga,“ sagði Hennessey að lokum. Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Bíllinn gengur undir vinnuheitinu Project Deep Space mun hafa ökumannssætið í bílnum miðjum og munu sætin vera í tíguluppröðun. Bíllinn mun vera um sex metrar að lengd og fljótasti fjögurra sæta bíll heims úr kyrrstöðu í 320 km/klst. Vinna er þegar hafin við að smíða bílinn, hann verður þó ekki fáanlegur fyrr en árið 2026. Hann verður einungis smíðaður í 105 eintökum. John Hennessey sagði í samtali við Autocar að hann hefði verið að hugsa um að smíða rafbíl í nokkur ár. Vandinn hafi verið að þyngd rafhlaðna sem þyrfti til að ná nægilegu afli væri of mikil, til að hægt væri að ná fram aksturseiginleikum sem einkenna Hennessey bifreiðar. „Svo hugsaði ég, hvað ef þetta er ekki últra sportbíll eins og F5 og við göngumst við því að hann verður yfir 4000 pund [1800 kg]? Kannski getum við smíðað eitthvað sem getur tekið fleiri en tvær manneskjur“ bætti Hennessey við. Bíllinn mun hafa mótor á hverju hjóli og að sögn Hennessey er ekki óeðlilegt að reikna með að fá 400 hestöfl úr hverju hjóli. Það má því reikna sig niður á að bíllinn verði um 2400 hestöfl. Með þessu afli yrði Deep Space öflugri en Lotus Evija og Pininfarina Battista, raf-últra sportbílarnir. „Þetta verður nútíma útgáfa af einvherju eins og Bugatti Roylae og að drægnin ætti að vera betri en það sem þegar þekkist. Einn Deep Space er nú þegar seldur, einstakling sem þegar á Venom F5. „Hversu margir eru þarna úti sem vilja svona bíl? Ég veit það ekki, en ég veit að á þessum markaði vill fólk eiga eitthvað sem er allt öðruvísi en það sem vinir þess og keppinautar eiga,“ sagði Hennessey að lokum.
Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent