Skyndiákvörðun gæti stefnt velferð þúsunda hryssna í voða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2021 11:42 Matvælastofnun rannsakar nú meint alvarleg brot á velferð blóðtökuhryssna. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun er enn með til rannsóknar ábendingar um aðbúnað blóðtökuhryssna sem hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Stofnunin segist taka ábendingum um brot mjög alvarlega. Mikilvægt sé að heildstæð umræða fari fram en ekki sé hægt að grípa til skyndilausna. Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar. Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Rannsókn Matvælastofnunar á meintum alvarlegum brotum á velferð blóðtökuhryssna heldur áfram en stofnunin segir ábendingar um alvarleg dýravelferðarbrot ávallt teknar mjög alvarlega. Unnið er að endurskoðun á þeim skilyrðum sem sett eru fyrir starfseminni og eftirlit með henni. Í tilkynningu um málið þakkar MAST dýravelferðarsamtökunum AWF og TSB fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins en samtökin birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Þá sendu samtökin opið bréf frá sér í gær og hefur MAST það bréf til hliðsjónar við rannsókn málsins. „Stofnunin tekur undir með samtökunum að mikilvægt sé að rannsóknin beinist ekki síst að kerfisbundnum veikleikum í starfseminni sem geta komið niður á velferð hryssnanna,“ segir í tilkynningu MAST um málið. Mikið hefur verið fjallað um blóðmerabúskap í fjölmiðlum undanfarnar vikur eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um aðbúnað hryssna en hormónið PMSG er unnið úr blóði fylfullra hryssa sem síðan er notað til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Matvælastofnun fer samkvæmt lögum með rannsókn dýravelferðarmála hér á landi og að rannsókn lokinni getur stofnunin lokið málum með stjórnvaldssektum eða vísað málunum til lögreglu. „Matvælastofnun styður að heildstæð umræða fari fram um framtíð greinarinnar en telur mikilvægt að í þeirri umræðu sé ekki gripið til skyndiákvarðana. Slík ákvörðun gæti stefnt velferð allt að 5000 hryssna í voða, m.a. væri þá hætt við að fjöldi hryssna kæmi til slátrunar seint á meðgöngu,“ segir í tilkynningu. Allir sem kunna að hafa ábendingar er varða velferð dýra er bent á að hægt sé að senda slíkar ábendingar á Matvælastofnun í gegnum vefsíðu stofnunarinnar.
Blóðmerahald Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Óverjandi að hryssurnar þurfi að upplifa þjáningu Dýraverndarsamband Íslands fordæmir harðlega illa meðferð á fylfullum hryssum og folöldum sem sést í myndbandi sem nýlega var birt á vegum erlendra dýraverndarsamtaka. 28. nóvember 2021 07:30
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06