Sextán greinst með omíkron hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 21:28 Nokkur ásókn hefur verið í Covid-sýnatöku undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Alls hafa sextán einstaklingar greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Greint var fyrsta tilfellinu á Íslandi þann 1. desember þegar afbrigðið greindist hjá sjúklingi sem lá inni á Landspítalanum. Síðan þá hafa alls 669 einstaklingar greinst með kórónuveiruna innanlands. Mbl.is greindi fyrst frá nýjum fjölda omíkron-tilfella. Öll PCR-sýni sem tekin eru hér á landi eru send í raðgreiningu sem veitir upplýsingar um afbrigði veirunnar. Tíu höfðu greinst með omíkron á laugardag. Mikil óvissa Fram kom í nýlegu minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að nú ríki miklir óvissutímar, bæði hvað varðar núverandi bylgju af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron-afbrigðisins. Að sögn sóttvarnalæknis kunni sú staða að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Ef omíkron-afbrigðið reynist ekki valda skæðum sjúkdómi og bóluefnin halda áfram að virka, séu þó komnar faglegar forsendur til að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarskammt. Willum tilkynnti í dag að óbreyttar sóttvarnatakmarkanir yrðu í gildi næstu tvær vikurnar í ljósi þessarar óvissu. Fimmtíu mega nú koma saman en 500 er heimilt að koma saman á viðburðum framvísi fólk neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 7. desember 2021 10:33 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Greint var fyrsta tilfellinu á Íslandi þann 1. desember þegar afbrigðið greindist hjá sjúklingi sem lá inni á Landspítalanum. Síðan þá hafa alls 669 einstaklingar greinst með kórónuveiruna innanlands. Mbl.is greindi fyrst frá nýjum fjölda omíkron-tilfella. Öll PCR-sýni sem tekin eru hér á landi eru send í raðgreiningu sem veitir upplýsingar um afbrigði veirunnar. Tíu höfðu greinst með omíkron á laugardag. Mikil óvissa Fram kom í nýlegu minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að nú ríki miklir óvissutímar, bæði hvað varðar núverandi bylgju af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron-afbrigðisins. Að sögn sóttvarnalæknis kunni sú staða að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Ef omíkron-afbrigðið reynist ekki valda skæðum sjúkdómi og bóluefnin halda áfram að virka, séu þó komnar faglegar forsendur til að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarskammt. Willum tilkynnti í dag að óbreyttar sóttvarnatakmarkanir yrðu í gildi næstu tvær vikurnar í ljósi þessarar óvissu. Fimmtíu mega nú koma saman en 500 er heimilt að koma saman á viðburðum framvísi fólk neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59 Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 7. desember 2021 10:33 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46
Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. 7. desember 2021 13:59
Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 7. desember 2021 10:33