Þitt nafn bjargar lífi í 20 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 06:30 Þessi mynd er máluð á hús við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þitt nafn bjargar lífi, stærsta mannréttindaherferð í heimi, er 20 ára í dag. Herferðin er í fullum gangi og enn hægt að skrifa undir málefnin á heimasíðu Amnesty. 10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“ Tímamót Mannréttindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
10. desember er alþjóðlegur mannréttindadagur. Þennan dag árið 2001 kviknaði hugmyndin að herferðinni meðal vina í aðgerðahópi Amnesty International í Varsjá í Póllandi þegar þeir ákváðu að fagna þessum degi á afgerandi hátt. Hópurinn kom saman og skrifaði fjölda bréfa í 24 tíma sleitulaust til stjórnvalda og kröfðust lausnar samviskufanga. Alls söfnuðust 2.326 bréf. Hugmyndin fór á flug á heimsvísu og ári síðar tóku aðgerðasinnar Amnesty International í átján löndum að skipuleggja slíka herferð í eigin landi. Herferðin hefur þróast og stækkað í gegnum árin en grunnurinn er sá að fólk hvaðanæva úr heiminum sameinast um þá hugmynd að samstaða fyrir réttlátari heimi sé möguleg þrátt fyrir fjarlægðir. Til marks um hversu mjög Þitt nafn bjargar lífi hefur vaxið sendu einstaklingar um heim allan 4,5 milljónir bréfa, korta, smáskilaboða og undirskrifta í þágu tíu þolenda mannréttindabrota árið 2020. Íslendingar létu heldur ekki sitt eftir liggja en alls voru send rúmlega 70.000 undirskriftir á bréf til stjórnvalda þar sem þau voru krafin úrbóta. „Í krafti fjöldans eru þessar undirskriftir mikilvægt þrýstiafl sem getur breytt lífi þolenda mannréttindabrota. Það er í grunninn hugmyndin á bak við Þitt nafn bjargar lífi, sem hefur í tvo áratugi haft gríðarleg áhrif og með tímanum orðið að stærstu mannréttindaherferð í heimi,“ segir í tilkynninu frá Amnesty. „Sem dæmi um raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota má nefna mál Nassimu al-Sada, baráttukonu fyrir frelsi kvenna í Sádí-Arabíu en hún var handtekin og fangelsuð árið 2018 fyrir friðsama mannréttindabaráttu. Nassima varð frjáls á ný í júní 2021, þökk sé stuðningi frá 777.611 einstaklingum víðs vegar að úr heiminum í Þitt nafn bjargar lífi á síðasta ári. Hún er nú komin í faðm fjölskyldu og vina á ný. Mál hennar er eitt af mýmörgum sem ber vitni um áhrifamátt herferðarinnar.“
Tímamót Mannréttindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira