Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00