Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 13:31 Tómas Guðbjartsson til vinstri og Arnar Þór Jónsson til hægri. Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent