Eins og fjallið væri að öskra á þau Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 23:01 Feðginin Urður Arna Ómarsdóttir og Ómar Bogason. Framhús er fremra húsið á myndinni. Aftara húsið er Múli, sem einnig fvarð fyrir skriðunni. Urður Arna Ómarsdóttir Feðgin á Seyðisfirði segjast ólýsanlega þakklát fyrir að geta haldið jól í heimabænum ári eftir að gríðarstór aurskriða fór yfir hluta hans. Ekki sé þó búið að tryggja öryggi bæjarbúa, sem margir pakki enn ofan í töskur þegar byrjar að rigna. Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Það var um klukkan þrjú síðdegis þann 18. desember í fyrra sem skriðan féll. Hún ruddist niður hlíðina og hrifsaði með sér atvinnuhúsnæði og íbúðarhús, þar á meðal Framhús við Hafnargötu. Þar bjuggu systurdætur Ómars Bogasonar, sem blessunarlega voru ekki heima þegar skriðan féll - en það vissi hann ekki þegar hann stóð og horfði bjargarlaus á húsið fara undir skriðuna. „Félagi minn sem er við hliðina á mér, ég ranka við mér þegar hann öskrar: Hún er að koma á okkur! Þá fyrst átta ég mig á því að hún er að koma svo hratt niður á Framhús og ég horfði á verkstæðið þar flettast upp eins og eldspýtustokk,“ segir Ómar. Hamfarir sem þessar hafa sett mark sitt á fjölskylduna en Erla Jóhannsdóttir móðir Ómars missti móður sína og tvær systur í snjóflóði í Goðdal 1948. Dásamlegt að geta haldið jólin heima Ómar og Urður Arna Ómarsdóttir, dóttir hans, lýsa gríðarlegum hávaða sem fylgdi skriðunni. „Það var eins og fjallið væri að öskra á mann, eins og í einhverri bíómynd. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli uppi í fjallinu,“ segir Urður. Þau eru sammála um að hamfarirnar hafi verið reiðarslag fyrir samfélagið í bænum og langan tíma taki að vinna úr því - og þeirri vinnu ljúki ef til vill aldrei. En gleði og þakklæti sé þeim efst í huga nú. „En þetta er svo dásamlegt eftir ár að geta öll verið saman, haldið jólin okkar hérna, séð jólaljósin í öllum húsum. Í fyrra leið okkur svo illa.“ Þá er Ómar þeirrar skoðunar að mögulega ætti að færa hluta byggðarinnar í ljósi hamfaranna. „Það er bara það sem þarf að gera, við verðum að tryggja öryggi því það er enn þá þannig að fólk er óöruggt þegar rignir,“ segir Ómar. „Fólk er bara með tilbúnar töskur,“ bætir Urður við.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira