Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:03 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýjar sóttvarnaaðgerðir. vísir/vilhelm Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. Þetta tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir stuttu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Takmarkanirnar á landamærum verða óbreyttar og gilda til 15. janúar en verða skoðaðar í takt við þær vangaveltur sem birtust í minnisblaði sóttvarnalæknis. Að auki munu sund- og líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti fimmtíu prósent leyfilegs hámarksfjölda. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að veitinga- og skemmtistöðum verði gert að loka klukkan 21 á kvöldin en heilbrigðisráðherra kynnti það ekki að loknum ríkisstjórnarfundi. Ríkisstjórn tók ákvörðun um að fara ekki eftir tillögu sóttvarnalæknis um lengt jólafrí í skólum, en hann lagði til að það yrði framlengt til 10. janúar. Willum segir að skólarnir munu halda sínu striki en lagt hafi verið til að skólamálaráðherrar muni ræða við skólastjórnendur um næstu skref. Willum kynnti aðgerðirnar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir miður að aðgerðir séu hertar svona í aðdraganda jóla. „Það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla. Það erum við mjög meðvituð um en um leið er það okkar ábyrgð að tryggja það að vernda líf og heilsu landsmanna og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir álagi,“ segir Katrín. Allt bendi til að veikindi vegna ómíkron afbrigðisins séu minni en áður var talið en enn sé mikil óvissa um virkni bóluefna til að verja fólk fyrir smiti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu.Vísir/Vilhelm Willum segir að þegar aðgerðir voru kynntar fyrir tveimur vikum hafi ríkisstjórnin haldið í vonina um að hægt væri að aflétta frekar fyrir jól en smittölur hafi farið hækkandi og því verði að grípa til þessara aðgerða. Faraldurinn sé nú í veldisvexti. „Nú höfum við verið á aðventunni á óvenju mikilli hreyfingu og það er að birtast okkur í tölunum á verri veginn. Það var óvissa fyrir hálfum mánuði en við leyfðum okkur að vera bjartsýn og vona að tölurnar færu niður en það er ekki að gerast,“ sagði Willum. Aðspurð segir Katrín að skiptar skoðanir hafi verið innan ríkisstjórnarinnar en hér hafi verið fari svokölluð „temprunarleið“ og því sé haldið áfram. Um aðgerðir fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum vegna aðgerða segir hún það í skoðun. Hún sagði samt vert að muna að það væri líka veiran sjálf sem væri að valda búsifjum, ekki bara aðgerðirnar. Farið eftir tillögum Þórólfs í nær öllu Þetta er fyrsta sinn sem nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, herðir sóttvarnaaðgerðir innanlands. Hann kynnti fyrstu aðgerðir í sinni embættistíð sem heilbrigðisráðherra fyrir tveimur vikum síðan en þá ákvað hann að halda þágildandi aðgerðum óbreyttum. Undanfarnar vikur hefur því verið fimmtíu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 500 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan tíu á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir ellefu. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Fréttastofa greindi frá því í gær að traustar heimildir hermdu að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá sandi til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Ríkisútvarpið greindi jafnframt frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Þá hafi Þórólfur lagt það til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar fái að taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn frekar. Heilbrigðisráðherra greinir frá nýjum takmörkunum. Á bakvið hann yfirgefur fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi Metfjöldi fólks greindist smitaður af veirunni í gær en 286 greindust innanlands. Aðeins 106 af þeim voru í sóttkví við greiningu, sem nemur 37 prósentum. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. Tólf sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 og meðalaldur þeirra er 58 ár. Tveir eru þá á gjörgæslu og er annar þeirra í öndunarvél. Nú eru 2.023 í einangrun vegna veirunnar samanborið við 1.817. í gær. 3.028 eru þá í sóttkví en voru 2.806 í gær og 383 eru í skimunarsóttkví. Því má með sanni segja að jólahaldið verði nokkuð sérstakt hjá talsverðum fjölda landsmanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í máli Willums í morgun kom fram að aðgerðirnar tækju gildi í kvöld. Hið rétta er að það er annað kvöld. Nánar hér.
Þetta tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir stuttu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Takmarkanirnar á landamærum verða óbreyttar og gilda til 15. janúar en verða skoðaðar í takt við þær vangaveltur sem birtust í minnisblaði sóttvarnalæknis. Að auki munu sund- og líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti fimmtíu prósent leyfilegs hámarksfjölda. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að veitinga- og skemmtistöðum verði gert að loka klukkan 21 á kvöldin en heilbrigðisráðherra kynnti það ekki að loknum ríkisstjórnarfundi. Ríkisstjórn tók ákvörðun um að fara ekki eftir tillögu sóttvarnalæknis um lengt jólafrí í skólum, en hann lagði til að það yrði framlengt til 10. janúar. Willum segir að skólarnir munu halda sínu striki en lagt hafi verið til að skólamálaráðherrar muni ræða við skólastjórnendur um næstu skref. Willum kynnti aðgerðirnar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir miður að aðgerðir séu hertar svona í aðdraganda jóla. „Það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla. Það erum við mjög meðvituð um en um leið er það okkar ábyrgð að tryggja það að vernda líf og heilsu landsmanna og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir álagi,“ segir Katrín. Allt bendi til að veikindi vegna ómíkron afbrigðisins séu minni en áður var talið en enn sé mikil óvissa um virkni bóluefna til að verja fólk fyrir smiti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu.Vísir/Vilhelm Willum segir að þegar aðgerðir voru kynntar fyrir tveimur vikum hafi ríkisstjórnin haldið í vonina um að hægt væri að aflétta frekar fyrir jól en smittölur hafi farið hækkandi og því verði að grípa til þessara aðgerða. Faraldurinn sé nú í veldisvexti. „Nú höfum við verið á aðventunni á óvenju mikilli hreyfingu og það er að birtast okkur í tölunum á verri veginn. Það var óvissa fyrir hálfum mánuði en við leyfðum okkur að vera bjartsýn og vona að tölurnar færu niður en það er ekki að gerast,“ sagði Willum. Aðspurð segir Katrín að skiptar skoðanir hafi verið innan ríkisstjórnarinnar en hér hafi verið fari svokölluð „temprunarleið“ og því sé haldið áfram. Um aðgerðir fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum vegna aðgerða segir hún það í skoðun. Hún sagði samt vert að muna að það væri líka veiran sjálf sem væri að valda búsifjum, ekki bara aðgerðirnar. Farið eftir tillögum Þórólfs í nær öllu Þetta er fyrsta sinn sem nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, herðir sóttvarnaaðgerðir innanlands. Hann kynnti fyrstu aðgerðir í sinni embættistíð sem heilbrigðisráðherra fyrir tveimur vikum síðan en þá ákvað hann að halda þágildandi aðgerðum óbreyttum. Undanfarnar vikur hefur því verið fimmtíu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 500 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan tíu á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir ellefu. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Fréttastofa greindi frá því í gær að traustar heimildir hermdu að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá sandi til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Ríkisútvarpið greindi jafnframt frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Þá hafi Þórólfur lagt það til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar fái að taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn frekar. Heilbrigðisráðherra greinir frá nýjum takmörkunum. Á bakvið hann yfirgefur fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi Metfjöldi fólks greindist smitaður af veirunni í gær en 286 greindust innanlands. Aðeins 106 af þeim voru í sóttkví við greiningu, sem nemur 37 prósentum. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. Tólf sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 og meðalaldur þeirra er 58 ár. Tveir eru þá á gjörgæslu og er annar þeirra í öndunarvél. Nú eru 2.023 í einangrun vegna veirunnar samanborið við 1.817. í gær. 3.028 eru þá í sóttkví en voru 2.806 í gær og 383 eru í skimunarsóttkví. Því má með sanni segja að jólahaldið verði nokkuð sérstakt hjá talsverðum fjölda landsmanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í máli Willums í morgun kom fram að aðgerðirnar tækju gildi í kvöld. Hið rétta er að það er annað kvöld. Nánar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21. desember 2021 11:25 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21. desember 2021 11:25
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33