Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:03 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýjar sóttvarnaaðgerðir. vísir/vilhelm Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. Þetta tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir stuttu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Takmarkanirnar á landamærum verða óbreyttar og gilda til 15. janúar en verða skoðaðar í takt við þær vangaveltur sem birtust í minnisblaði sóttvarnalæknis. Að auki munu sund- og líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti fimmtíu prósent leyfilegs hámarksfjölda. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að veitinga- og skemmtistöðum verði gert að loka klukkan 21 á kvöldin en heilbrigðisráðherra kynnti það ekki að loknum ríkisstjórnarfundi. Ríkisstjórn tók ákvörðun um að fara ekki eftir tillögu sóttvarnalæknis um lengt jólafrí í skólum, en hann lagði til að það yrði framlengt til 10. janúar. Willum segir að skólarnir munu halda sínu striki en lagt hafi verið til að skólamálaráðherrar muni ræða við skólastjórnendur um næstu skref. Willum kynnti aðgerðirnar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir miður að aðgerðir séu hertar svona í aðdraganda jóla. „Það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla. Það erum við mjög meðvituð um en um leið er það okkar ábyrgð að tryggja það að vernda líf og heilsu landsmanna og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir álagi,“ segir Katrín. Allt bendi til að veikindi vegna ómíkron afbrigðisins séu minni en áður var talið en enn sé mikil óvissa um virkni bóluefna til að verja fólk fyrir smiti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu.Vísir/Vilhelm Willum segir að þegar aðgerðir voru kynntar fyrir tveimur vikum hafi ríkisstjórnin haldið í vonina um að hægt væri að aflétta frekar fyrir jól en smittölur hafi farið hækkandi og því verði að grípa til þessara aðgerða. Faraldurinn sé nú í veldisvexti. „Nú höfum við verið á aðventunni á óvenju mikilli hreyfingu og það er að birtast okkur í tölunum á verri veginn. Það var óvissa fyrir hálfum mánuði en við leyfðum okkur að vera bjartsýn og vona að tölurnar færu niður en það er ekki að gerast,“ sagði Willum. Aðspurð segir Katrín að skiptar skoðanir hafi verið innan ríkisstjórnarinnar en hér hafi verið fari svokölluð „temprunarleið“ og því sé haldið áfram. Um aðgerðir fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum vegna aðgerða segir hún það í skoðun. Hún sagði samt vert að muna að það væri líka veiran sjálf sem væri að valda búsifjum, ekki bara aðgerðirnar. Farið eftir tillögum Þórólfs í nær öllu Þetta er fyrsta sinn sem nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, herðir sóttvarnaaðgerðir innanlands. Hann kynnti fyrstu aðgerðir í sinni embættistíð sem heilbrigðisráðherra fyrir tveimur vikum síðan en þá ákvað hann að halda þágildandi aðgerðum óbreyttum. Undanfarnar vikur hefur því verið fimmtíu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 500 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan tíu á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir ellefu. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Fréttastofa greindi frá því í gær að traustar heimildir hermdu að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá sandi til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Ríkisútvarpið greindi jafnframt frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Þá hafi Þórólfur lagt það til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar fái að taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn frekar. Heilbrigðisráðherra greinir frá nýjum takmörkunum. Á bakvið hann yfirgefur fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi Metfjöldi fólks greindist smitaður af veirunni í gær en 286 greindust innanlands. Aðeins 106 af þeim voru í sóttkví við greiningu, sem nemur 37 prósentum. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. Tólf sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 og meðalaldur þeirra er 58 ár. Tveir eru þá á gjörgæslu og er annar þeirra í öndunarvél. Nú eru 2.023 í einangrun vegna veirunnar samanborið við 1.817. í gær. 3.028 eru þá í sóttkví en voru 2.806 í gær og 383 eru í skimunarsóttkví. Því má með sanni segja að jólahaldið verði nokkuð sérstakt hjá talsverðum fjölda landsmanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í máli Willums í morgun kom fram að aðgerðirnar tækju gildi í kvöld. Hið rétta er að það er annað kvöld. Nánar hér.
Þetta tilkynnti Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fyrir stuttu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Takmarkanirnar á landamærum verða óbreyttar og gilda til 15. janúar en verða skoðaðar í takt við þær vangaveltur sem birtust í minnisblaði sóttvarnalæknis. Að auki munu sund- og líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði fá að taka á móti fimmtíu prósent leyfilegs hámarksfjölda. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að veitinga- og skemmtistöðum verði gert að loka klukkan 21 á kvöldin en heilbrigðisráðherra kynnti það ekki að loknum ríkisstjórnarfundi. Ríkisstjórn tók ákvörðun um að fara ekki eftir tillögu sóttvarnalæknis um lengt jólafrí í skólum, en hann lagði til að það yrði framlengt til 10. janúar. Willum segir að skólarnir munu halda sínu striki en lagt hafi verið til að skólamálaráðherrar muni ræða við skólastjórnendur um næstu skref. Willum kynnti aðgerðirnar með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem segir miður að aðgerðir séu hertar svona í aðdraganda jóla. „Það eru auðvitað ekki skemmtileg tíðindi að flytja þjóðinni í aðdraganda jóla. Það erum við mjög meðvituð um en um leið er það okkar ábyrgð að tryggja það að vernda líf og heilsu landsmanna og tryggja að heilbrigðiskerfið standi undir álagi,“ segir Katrín. Allt bendi til að veikindi vegna ómíkron afbrigðisins séu minni en áður var talið en enn sé mikil óvissa um virkni bóluefna til að verja fólk fyrir smiti. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í hádeginu.Vísir/Vilhelm Willum segir að þegar aðgerðir voru kynntar fyrir tveimur vikum hafi ríkisstjórnin haldið í vonina um að hægt væri að aflétta frekar fyrir jól en smittölur hafi farið hækkandi og því verði að grípa til þessara aðgerða. Faraldurinn sé nú í veldisvexti. „Nú höfum við verið á aðventunni á óvenju mikilli hreyfingu og það er að birtast okkur í tölunum á verri veginn. Það var óvissa fyrir hálfum mánuði en við leyfðum okkur að vera bjartsýn og vona að tölurnar færu niður en það er ekki að gerast,“ sagði Willum. Aðspurð segir Katrín að skiptar skoðanir hafi verið innan ríkisstjórnarinnar en hér hafi verið fari svokölluð „temprunarleið“ og því sé haldið áfram. Um aðgerðir fyrir fyrirtæki sem verða fyrir áhrifum vegna aðgerða segir hún það í skoðun. Hún sagði samt vert að muna að það væri líka veiran sjálf sem væri að valda búsifjum, ekki bara aðgerðirnar. Farið eftir tillögum Þórólfs í nær öllu Þetta er fyrsta sinn sem nýr heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, herðir sóttvarnaaðgerðir innanlands. Hann kynnti fyrstu aðgerðir í sinni embættistíð sem heilbrigðisráðherra fyrir tveimur vikum síðan en þá ákvað hann að halda þágildandi aðgerðum óbreyttum. Undanfarnar vikur hefur því verið fimmtíu manna samkomutakmark, en með notkun hraðprófa og gríma hefur verið heimilt að halda 500 manna viðburð. Veitinga- og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan tíu á kvöldin en síðustu gestir þurft að yfirgefa staðina fyrir ellefu. Þá hefur hámarksfjöldi sund- og líkamsræktagesta verið 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Fréttastofa greindi frá því í gær að traustar heimildir hermdu að í tillögum sóttvarnalæknis sé lagt til að gripið verði til þess ráðs að koma á 20 manna samkomutakmörkunum og þá sandi til að lengja jólafrí í skólum fram til 10. janúar. Ríkisútvarpið greindi jafnframt frá því að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi til að tveggja metra nálægðarreglan verði tekin upp aftur og að 200 manna hólf verði heimil á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Þá hafi Þórólfur lagt það til að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar fái að taka á móti helmingi leyfilegs hámarksfjölda og að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði styttur enn frekar. Heilbrigðisráðherra greinir frá nýjum takmörkunum. Á bakvið hann yfirgefur fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ráðherrabústaðinn.Vísir/Vilhelm Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum degi Metfjöldi fólks greindist smitaður af veirunni í gær en 286 greindust innanlands. Aðeins 106 af þeim voru í sóttkví við greiningu, sem nemur 37 prósentum. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. Tólf sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala vegna Covid-19 og meðalaldur þeirra er 58 ár. Tveir eru þá á gjörgæslu og er annar þeirra í öndunarvél. Nú eru 2.023 í einangrun vegna veirunnar samanborið við 1.817. í gær. 3.028 eru þá í sóttkví en voru 2.806 í gær og 383 eru í skimunarsóttkví. Því má með sanni segja að jólahaldið verði nokkuð sérstakt hjá talsverðum fjölda landsmanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í máli Willums í morgun kom fram að aðgerðirnar tækju gildi í kvöld. Hið rétta er að það er annað kvöld. Nánar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21. desember 2021 11:25 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. 21. desember 2021 11:25
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Vilji að tveggja metra regla verði tekin upp aftur Sóttvarnalæknir hefur lagt til að tveggja metra nálægðarregla verði tekin upp á ný í stað eins metra reglu og að 200 manna hólf verði leyfð á viðburðum gegn framvísun neikvæðs hraðprófs eða annarra vottorða. 20. desember 2021 18:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels