Jólasöngvabók Birgittu að seljast upp Birgitta Haukdal 22. desember 2021 08:47 „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði." Bókaflokkurinn Lára og Ljónsi eftir Birgittu Haukdal nýtur mikilla vinsælda „Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson. Menning Jól Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Jólasöngvabókin er uppseld hjá okkur en mögulega nokkur eintök eftir í einhverjum búðum. Þetta eru auðvitað góðar fréttir og gaman að vera búin að selja upplagið en um leið stingur smá í hjartað að einhverjir missi af,“ segir Birgitta Haukdal en bókaflokkur hennar um Láru og Ljónsa rýkur út eins og heitar lummur. „Við prentuðum annað upplag af öllum sögubókunum en tónlistarspilarinn í jólasöngvabókinni er svo flókinn í gerð að það náðist ekki að búa til annað upplag af henni. Við verðum bara þeim mun betur undirbúin fyrir næstu jól,“ segir hún. Bókaflokkurinn um Láru og Ljónsa telur nú 18 sjálfstæðar bækur, þar af tvær ungbarnabækur og tvær tónlistarbækur. Birgitta á ekki í neinum vandræðum með að skrifa en rithöfundaferillinn hófst þegar hana sárvantaði bækur á íslensku fyrir son sinn þegar fjölskyldan bjó erlendis. „Ég er svo heppin að vera ennþá með ung börn heima og ég sest bara niður og skrifa fyrir þau. Ég veit hvernig ég held athygli þeirra og sögurnar koma í ótrúlega góðu flæði. Það eru síðan algjör forréttindi að fleiri börn en mín njóti líka. Mig dreymir um að búa til áskriftarflokk þannig að fólk með ung börn geti verið í áskrift að einni bók á mánuði og lesið með börnunum sínum. Ég man hvað mér fannst það skemmtilegt sjálfri sem barn að vera áskrifandi að bókaflokki. Þetta er ennþá draumur en rætist vonandi,“ segir Birgitta. Undanfarið ár hefur einkennst af skemmtilegum verkefnum en auk bókanna rötuðu Lára og Ljónsi á leikhúsfjalirnar. „Það alveg fyrir utan minn þægindaramma. Ég hef aldrei samið barnalög og hvað þá leikverk og tónlist fyrir leikhús. Ég var með fiðrildi í maganum allt árið í kringum þetta en svo var uppselt á allar sýningar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni, vonandi getum við gert þetta aftur að ári,“ segir Birgitta en hún naut aðstoðar Vignis Snæs Vignissonar við gerð tónlistarinnar fyrir leikverkið. "Stelpan mín litla söng með mér í Jólasöngvabókinni og var með okkur Vigga í stúdíóinu að vinna. Hún hefur hjálpað mömmu sinni mikið í desember. " „Ég bjó í stúdíóinu hjá Vigga nánast allt síðasta ár. Hann vann með mér að jólasöngvabókinni, tók upp og útsetti tónlistina fyrir leikritið og svo gáfum við út jólalag núna fyrir jólin. Við erum alltaf að stússast í tónlist og ef rétta augnablikið kemur þá er aldrei að vita nema Írafár komi fram,“ segir Birgitta. Birgitta Haukdal og Vignir Snær Vignisson.
Menning Jól Tónlist Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira