Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Eiður Þór Árnason skrifar 21. desember 2021 21:25 Emmsjé Gauti segist geta nokkuð vel við unað. Instagram Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Nýju takmarkanirnar voru kynntar að loknum ríkisstjórnarfundi og taka gildi á miðnætti á morgun 22. desember. Við gildistökuna verður 200 manns leyft að vera saman í hólfi á viðburðum í stað 500 gegn framvísun hraðprófa eða vottorða. Vegna þessa ríkti mikil óvissa um það hvort Jólavinir myndu stíga á stokk á Þorláksmessu en reglugerðin hefur ekki áhrif á fyrri tónleika þeirra sem fram fara á morgun. Greint var frá því fyrr í kvöld að Bubbi Morthens hafi fengið sambærilegt vilyrði vegna Þorláksmessutónleika sinna í Hörpu og að bæði atvinnuleikhúsin í Reykjavík hafi áður fengið undanþágu frá nýhertum takmörkunum. Í öllum tilfellum voru þær veittar á grundvelli þess að viðburðahaldarar hafi haft lítið tækifæri til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara. Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, kemur fram á Jólavinum ásamt Aron Can, Sölku Sól, Steinda JR, Selmu Björns, Herra Hnetusmjör og fleirum. Þrír tónleikar fara fram á morgun og annað eins á Þorláksmessu. Ekkert áfengi í húsinu „Það er bara frábært að stjórnvöld séu að koma til móts við fólk sem var búið að plana tónleika og svo átti að flauta allt af korter í gigg. Þetta er í raun og veru að halda lífi í sýningunni og vinnu hjá endalaust af fólki sem er búið að leggja allt sitt hjarta í sýninguna,“ sagði Gauti Þeyr þegar Vísir náði tali af honum rétt áður en hann steig á svið á generalprufu kvöldsins. Það eina sem breytist við undanþáguna er engin veitingasala verði í húsinu á meðan tónleikarnir fara fram. Sem fyrr þurfa allir gestir að framvísa neikvæðri niðurstöðu hraðprófs eða gildum vottorðum við innganginn. „Sýningarnar haldast óbreyttar. Við erum búin að eyða svakalegum fjármunum og tíma í að auka sóttvarnir á svæðinu. Maður er að gera allt í sínu valdi til að hafa þetta upp á tíu,“ segir Gauti Þeyr og lofar framúrskarandi sýningum báða dagana.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57