Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2021 14:13 Frá heimsókn jólasveins á Þjóðminjasafn Íslands árið 2019. Vísir/Vilhelm Stúfur mælist nú í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn í könnunum MMR, en fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til bræðranna frá árinu 2015. Þvörusleikir nýtur minnstrar hylli. Kertasníkir hefur frá upphafi mælinga mælst vinsælastur, en í ár var breyting á þegar 28 prósent aðspurðra nefndu Kertasníki en heil þrjátíu prósent nefndu Stúf. „Vinsældir beggja sveinanna aukast nokkuð frá síðustu mælingu en aðeins hefur dregið úr vinsældum Hurðaskellis (12%), enda eflaust óþarflega hávær gestur nú þegar landsmönnum í sóttkví fjölgar ört. Stúfur hefur gert ýmsar atlögur að hjörtum landsmanna í gegn um árin en vinsældir hans hafa þó verið öllu hverfulli en Kertasníkis sem alltaf hefur tekist að halda í forskot sitt á toppnum. Skyrgámur hefur hreiðrað vel um sig í fjórða sætinu síðustu ár en Stekkjastaur sækir vel að og situr í því fimmta. Þá er spurning hvort að Covidraunir Íslendinga hafi átt þátt í að skapa hlýhug til Gluggagægis, sem laumar sér í sjötta sæti listans þetta árið. Líkt og fyrri ár reka þeir Þvörusleikir, Gáttaþefur, Askasleikir og Pottaskefill restina en þeir mega nú fara að hugsa sinn gang ef þeir ætla sér að öðlast vinsældir meðal landsmanna á næstunni. Nokkurn breytileika var einnig að sjá á vinsældum jólasveinanna eftir aldurshópum. Stúfur reyndist vinsælastur meðal yngstu svarenda (34%) og fóru vinsældirnar minnkandi með auknum aldri en 26% þeirra 68 ára og eldri sögðu hann sitt uppáhald. Kertasníkir reyndist vinsælastur meðal svarenda 68 ára og eldri (34%) og deildu Stúfur og Kertasníkir efsta sætinu meðal svarenda 30-67 ára. Skyrgámur mældist enn sem áður óvinsælli hjá svarendum elsta aldurshópsins (2%) en hjá öðrum svarendum (5-6%). Athygli vekur að enginn svarenda elsta aldurshópsins nefndi Skyrgám sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 7-8% svarenda annarra aldurshópa en elstu svarendurnir voru aftur á móti líklegri en aðrir til að segja Ketkrók (7%) sinn uppáhalds jólasvein,“ segir í tilkynningu frá MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 20. desember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.051 einstaklingur, átján ára og eldri. Skoðanakannanir Jólasveinar Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Svona gerirðu servíettutré Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Kertasníkir hefur frá upphafi mælinga mælst vinsælastur, en í ár var breyting á þegar 28 prósent aðspurðra nefndu Kertasníki en heil þrjátíu prósent nefndu Stúf. „Vinsældir beggja sveinanna aukast nokkuð frá síðustu mælingu en aðeins hefur dregið úr vinsældum Hurðaskellis (12%), enda eflaust óþarflega hávær gestur nú þegar landsmönnum í sóttkví fjölgar ört. Stúfur hefur gert ýmsar atlögur að hjörtum landsmanna í gegn um árin en vinsældir hans hafa þó verið öllu hverfulli en Kertasníkis sem alltaf hefur tekist að halda í forskot sitt á toppnum. Skyrgámur hefur hreiðrað vel um sig í fjórða sætinu síðustu ár en Stekkjastaur sækir vel að og situr í því fimmta. Þá er spurning hvort að Covidraunir Íslendinga hafi átt þátt í að skapa hlýhug til Gluggagægis, sem laumar sér í sjötta sæti listans þetta árið. Líkt og fyrri ár reka þeir Þvörusleikir, Gáttaþefur, Askasleikir og Pottaskefill restina en þeir mega nú fara að hugsa sinn gang ef þeir ætla sér að öðlast vinsældir meðal landsmanna á næstunni. Nokkurn breytileika var einnig að sjá á vinsældum jólasveinanna eftir aldurshópum. Stúfur reyndist vinsælastur meðal yngstu svarenda (34%) og fóru vinsældirnar minnkandi með auknum aldri en 26% þeirra 68 ára og eldri sögðu hann sitt uppáhald. Kertasníkir reyndist vinsælastur meðal svarenda 68 ára og eldri (34%) og deildu Stúfur og Kertasníkir efsta sætinu meðal svarenda 30-67 ára. Skyrgámur mældist enn sem áður óvinsælli hjá svarendum elsta aldurshópsins (2%) en hjá öðrum svarendum (5-6%). Athygli vekur að enginn svarenda elsta aldurshópsins nefndi Skyrgám sem sinn uppáhalds jólasvein, samanborið við 7-8% svarenda annarra aldurshópa en elstu svarendurnir voru aftur á móti líklegri en aðrir til að segja Ketkrók (7%) sinn uppáhalds jólasvein,“ segir í tilkynningu frá MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 20. desember 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.051 einstaklingur, átján ára og eldri.
Skoðanakannanir Jólasveinar Mest lesið Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Taktu þátt í valinu á best skreytta húsinu á Íslandi Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Jól Svona gerirðu servíettutré Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira