Ekki útilokað að landsmenn fái eldgos í jólagjöf Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. desember 2021 12:06 Tvær sviðsmyndir eru í stöðunni, annað hvort nær kvikan upp á yfirborðið og framkallar eldgos eða skjálftavirknin fjarar út og kvikan stoppar á nokkurra kílómetra dýpi. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjálftavirkni í Geldingadölum en skjálftarnir koma nú í lotum. Gert er ráð fyrir að kvika sé á hreyfingu á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert hægt að útiloka með tilliti til eldgoss og gæti sú atburðarrás verið hröð. Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Skjálftahrinan í Geldingadölum hófst síðastliðinn þriðjudag og hafa um fimm þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá þeim tíma. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð í gærmorgun en þó nokkrir til viðbótar hafa mælst fjórir að stærð eða stærri, til að mynda einn í nótt. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að örlítið færri skjálftar hafi mælst í dag heldur en í gær en ekki sé þó um marktækan mun að ræða. „Virknin er bara áfram mikil, við erum komin með yfir eitt þúsund skjálfta frá miðnætti við vorum með 3600 skjálfta í gær, þannig að virknin er bara áfram nokkuð svipuð, hún kemur svona í lotum af aukinni virkni og svo aðeins minni inn á milli en heilt yfir mjög svipuð,“ segir Einar. Líklegasta skýring skjálftavirkninnar er að það sé kvika á hreyfingu á nokkurra kílómetra dýpi. „Þannig að möguleikinn er alltaf fyrir hendi að hún nái upp á yfirborðið og framkalli eldgos eins og við höfum fengið þarna eða í rauninni að skjálftavirknin fjari út og kvikan stoppi bara þarna á nokkurra kílómetra dýpi, þetta eru í rauninni bara þær sviðsmyndir sem við höfum,“ segir Einar. Virknin núna svipar mikið til virkninnar í aðdraganda fyrra eldgossins í Geldingadölum, þar sem nokkur þúsund skjálftar voru að mælast á sólarhring. Spurningin að þessu sinni er hvort kvikan eigi auðveldara með að brjóta sér leið upp á yfirborðið. „Við þurfum bara að vera viðbúin því að atburðarrásin gæti verið hröð, en alveg eins að skjálftavirknin haldi áfram í einhvern tíma þannig að það er bara erfitt að segja hvað þarf langan tíma, við þurfum bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Einar. Að sögn Einars er líklegast að kvika komi upp á svipuðu svæði og hún gerði síðast. Hvort og þá hvenær það gerist er ekki ljóst og er ekki víst að það sjáist þegar kvikan nálgast yfirborðið. Þannig það gæti þess vegna gerst að landsmenn fái eldgos í jólagjöf? „Það er ekkert hægt að útiloka í þessu,“ segir Einar og hlær. „Það er bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira