Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 15:06 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli Foto: RAX/RAX Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira