Mikil ásókn í sýnatöku: „Langflestir eru að fá svar samdægurs“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. desember 2021 17:53 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku en verkefnastjóri segir vel hafa gengið. Vísir/Vilhelm Mikil röð var í sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun. Opið var milli 8-14 í dag en samkvæmt upplýsingum fréttastofu biðu flestir í um klukkutíma. Einhverjir hafa haft áhyggjur af því að langan tíma taki að fá niðurstöðu úr sýnatökunni en verkefnastjóri segir þær áhyggjur óþarfar. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að almennt taki um átta til tíu klukkustundir að fá niðurstöðu úr PCR prófi eftir sýnatöku. Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku síðustu daga en metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í dag, þriðja daginn í röð. Um 1.600 manns voru skráðir í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. „Það var mikil röð í morgun en það var svona aðallega út af því að það var smá hikst í að skrá fólk inn í skönnun. En það bara lagaðist eftir 45 mínútur og öll röð búin 12:30,“ segir Ingibjörg en starfsfólk tók enn fleiri sýni í gær, aðfangadag, eða um 2.000 sýni; „Þetta gekk hratt og vel fyrir sig.“ Flestir fái niðurstöðu samdægurs Hún segir sjaldgæft að mjög langan tíma taki að fá niðurstöðu úr PCR-prófum en eitthvað gæti biðin orðið lengri yfir hátíðarnar. Margir séu í fríi en Sýkla- og veirudeild Landspítalans sér um að greina sýnin. Nú sá ég einhvers staðar að fólk þurfi að bíða í 36 klukkustundir, er það eitthvað sem þú kannast við? „Það er bara búið að vera alla tíð. Það getur dregist, sérstaklega þegar það er mikið álag, en langflestir fá svar samdægurs. Átta til tíu tímar yfirleitt en svo getur náttúrulega dregist [að fá niðurstöðu] þannig að við segjum alveg 24 til 36 tíma. En langflestir eru að fá þetta miklu fyrr,“ segir Ingibjörg Salóme en bætir við að hún komi ekki að greiningu sýnanna sjálfra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira