Óbólusettur með Covid-19 en myndi ekki breyta neinu Árni Sæberg skrifar 25. desember 2021 18:33 Nökkvi Fjalar Orrason. Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti. Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15