Óbólusettur með Covid-19 en myndi ekki breyta neinu Árni Sæberg skrifar 25. desember 2021 18:33 Nökkvi Fjalar Orrason. Nökkvi Fjalar Orrason, athafnamaður og áhrifavaldur, greindist smitaður af kórónuveirunni á landamærunum við komuna til landsins á dögunum. Hann hefur ekki þegið bólusetningu en segist engu myndi breyta um það, þótt hann gæti. Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Nökkvi Fjalar tilkynnti í ágúst síðastliðnum að hann myndi treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í baráttunni við Covid-19 en ekki bóluefni. Nú hefur hann greinst smitaður en hann segist í samtali við Vísi ekki finna til alvarlegra einkenna. Því sjái hann ekki eftir því að hafa afþakkað bóluefni. Nökkvi Fjalar hefur um nokkuð skeið búið í Lundúnum en þar geisar heimsfaraldur Covid-19 líkt og hér á landi. Hann hefur nælt sér í veirunna þar og var smitaður þegar hann kom til landsins til að njóta jólanna. „Ég var tekinn í tollinum,“ segir hann. Hingað til hefur hann ekki fundið fyrir öðrum einkennum en bragð- og lyktarskynsmissi. Bragðið sé þó komið aftur og hann hafi náð að njóta jólamatarins. „Ég eldaði nautakjöt og gerði heimalagaða bernaise, maður verður bara að gera gott úr þessu,“ segir Nökkvi. Fékk aðstoð við að njóta jólanna Nökkvi Fjalar segir að vel fari um sig í einangrun sem hann sætir nú. Hann segist hafa fengið íbúð vinkonu sinnar og samstarfskonu, Alexöndru Sólar Ingvarsdóttur og Sigga kærasta hennar, lánaða. Hún sé fyrir norðan að njóta hátíðanna með fjölskyldu sinni. „Shout-out á Alex, hún aðstoðaði mig við að njóta jólanna betur,“ segir hann þakklátur. Þó ekki væsi um Nökkva Fjalar í einangruninni, hlakkar hann til að losna á mánudaginn. Hann segist munu halda upp á það með því að fara út að hlaupa. „Representar“ heilbrigt líferni Sem áður segir er Nökkvi Fjalar ekki bólusettur gegn kórónuveirunni. Þetta tilkynnti hann í sumar og uppskar nokkra gagnrýni fyrir. „Ég lærði sl. daga að það er krefjandi fyrir einstaklinga í samfélaginu okkar að hafa aðra skoðun heldur en flestir. Ég lærði að fólk í samfélaginu okkar þorir ekki að tjá sig vegna þess að það óttast að lenda í því sem ég lenti í, að vera dæmt af stórum hluta samfélagsins,“ skrifaði Nökkvi á Facebook í kjölfarið. Hann hefur ekki breytt afstöðu sinni til bólusetninga nú þegar hann hefur smitast. „Fyrir mig persónulega myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég fann ekki einu sinni fyrir þessu,“ segir hann. Hann leggur þó áherslu á að hann beri mikla virðingi fyrir skoðun þeirra sem kjósa að þiggja bólusetningu sem og þeim sem hafa orðið verr fyrir barðinu á Covid-19 en hann. Hann segist hafa tekið ákvörðun að vel ígrunduðu máli og að hans rannsóknir hafi bent til að sjúkdómurinn leggist ekki alvarlega á fólk á hans aldri sem stundar heilbrigt líferni. Því haldi hann áfram að „representa“ heilbrigt líferni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15