Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir þó að engin skýr merki hafi komið fram í dag sem setji Veðurstofuna í sérstaka viðbragðsstöðu.
Skjálftarnir séu ekki teknir að grynnka og engir lágtíðniskjálftar hafi mælst, en það myndi auka líkur á eldgosi töluvert.
Elísabet segir að staðan sem nú er uppi á Reykjanesskaga minni um margt á stöðuna sem ríkti í aðdraganda gossins í Fagradalsfjalli. „Þannig það eru alveg ágætar líkur á að það verði gos,“ segir hún.
Í dag líkt og undanfarna daga mældist skjálftahviða við eldstöðina sem stóð yfir í tæpa klukkustund.