Einnig höldum við áfram að fjalla um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga, en spennan í efri skorpunni er að gefa sig og líkur taldar hafa aukist á öðru gosi, að sögn eldfjallafræðings.
Þrjátíu kíló af maríhúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.