Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 18:26 Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í veðurblíðunni dag. Stöð 2/Egill Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Stærsti jarðskjálftinn það sem af er degi kom um hálf níu leytið í morgun og mældist hann 3,6 en upptök hans voru vestan við Kleifarvatn. Frá miðnætti hafa mælst hátt í tvö þúsund jarðskjálftar á svæðinu. Upptök stærsta skjálftans í dag voru vestan við Kleifarvatn.Stöð 2/Egill Grindvíkingar hafa fundið vel fyrir jarðskjálftunum síðustu daga „Okkur líður nú bara svona bærilega eftir atvikum má segja. Auðvitað hefðum við vonast til þess að þessi jarðskjálftahrina myndi ekki koma og þessir jarðskjálftar fari að endurtaka sig en við þessu mátti samt búast og við erum ýmsu vön þannig að við tökum þessu bara af æðruleysi,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Egill Þá eiga sumir bæjarbúar erfitt með svefn, sér í lagi lagi þegar jörð skelfur á nóttunni. „Ég finn alveg fyrir því að fólk er alls ekki ánægt með stöðuna. Þetta fer samt misjafnlega í fólk, sumum er svona nokkurn veginn sama en öðrum líður verr. Þannig að það er svona svolítið að endurtaka sig tímabilið sem við áttum hérna fyrir mörgum mánuðum og það hefði mátt sleppa því en svona er þetta bara. Við búum við þetta.“ Fólk taki ástandið inn á sig Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns stóð í ströngu þegar gosið í Fagradalsfjalli stóð yfir. Hann segist líkt og aðrir bæjarbúar hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill „Þetta er nú ekkert skemmtilegt sko. Frekar leiðinlegt að þetta skuli vera að koma aftur en við ráðum nú ekkert við þetta.“ Þá taki bæjarbúar þessu misjafnlega. Þó minni virkni í dag sé ákveðinn léttir. „Fólk er farið að taka þetta inn á sig og svona. “
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira