Innlent

Flugeldaónæði og rúðubrot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tvívegis var tilkynnt um rúðubrot í höfðborginni í nótt.
Tvívegis var tilkynnt um rúðubrot í höfðborginni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar í gærkvöldi og nótt um ónæði af völdum ungmenna að skjóta upp flugeldum. Þá var tilkynnt um hópslagsmál í Kópavogi en ekkert að sjá þegar lögreglu bar að.

Um klukkan 21 var tilkynnt um rúðubrot í póstnúmerinu 104 og aftur um klukkan 1 í nótt, en þá í miðborginni. Vitað er hver stóð að seinna rúðubrotinu, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.

Um klukkan 2 var einn handtekinn vegna ölvunar og látin gista fangageymslu og þá voru tveir ökumenn stöðvaðir, annar var á bifreið án skráningamerkja en hinn réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×