Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2021 14:50 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er maður ársins 2021 að mati fréttastofu Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar. Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Ragnheiður Ósk leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina – þrisvar sinnum – og tókst á við sögulega aðgerð þar sem bar til tíðinda að Íslendingar fengust til að standa í röð. Áskoranirnar voru fjölmargar en öllum mætt með óbilandi jákvæðni og elju. Yfirvegun og bjart viðmót lituðu andrúmsloftið við bólusetninguna sem ýtti undir sameiningarkraft þjóðarinnar á víðsjárverðum tímum. Tileinkað öllu starfsfólkinu „Ég held ég verði að fá að tileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir á bak við tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður af þessu tilefni í Kryddsíldinni á Stöð 2 rétt í þessu. Hún segir að í upphafi, febrúar 2021, hafi fyrstu bólusetningarnar verið boðnar 90 ára fólki og eldri. Hún segir þann hóp hafa gefið tóninn fyrir þá gleði sem einkenndi bólusetningarnar. Fólk hafi mætt glatt í bragði og prúðbúið í bólusetningu, sem varð að einskonar gleðidegi. Aðspurð hvað hefði verið skemmtilegast við verkefnið og hvað hefði verið leiðinlegast var Ragnheiður fljót að segja til um hvað hefði verið skemmtilegast. „Það er kannski bara að hafa fengið að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þó svo að það sé alvarlegur tónn í því þá hefur það gefið okkur heilmikið. Við eigum sterkt heilbrigðiskerfi, ég veit ekki alveg hvað þau eru búin að vera að segja hér,“ sagði Ragnheiður Ósk og benti á ráðherrana í Kryddsíldinni. Hún sagðist þá telja að þó eitt og annað mætti laga í heilbrigðiskerfinu þá væru svo mörg svið kerfisins að standa sig svo vel. „Það er það sem hefur verið skemmtilegast að fylgjast með.“ Að neðan má sjá innslag um mann ársins árið 2021 að mati fréttastofunnar.
Kryddsíld Fréttir ársins 2021 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira