„Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. desember 2021 21:54 Notkun stórvirkra snjótætara eða blásasra hefur auðveldað snjómoksturinn mjög á seinni árum. Vísir/Tryggvi Veturkonungur kom með hvelli á Eyjafjarðarsvæðið í vikunni. Eftir rólegan vetur snjóaði um sjötíu sentimetrum á 48 klukkutímum á Akureyri. Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“ Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Það byrjaði að snjóa á þriðjudaginn og hefur snjónum kyngt niður síðan þá, langmest í gær og fyrradag þegar segja má að Akureyrarbær og nærliggjandi svæði hafi hreinlega fyllst af snjó. Margir fagna snjónum, börnin renna sér niður brekkurnar eins og skíðafólkið. Það eru helst ökumennirnir sem pirra sig á snjómagninu, enda hægist á öllu þegar snjórinn kemur með hvelli. Það þarf að grípa til ýmissa ráða til að komast leiðar sinnar í þessari færð.Vísir/Tryggvi. Til að vegfarendur komist leiðar sinnar, hvort sem þeir eru hjólandi, labbandi eða akandi, er búið að ræsa út alla mokstursmenn bæjarins. „Ég held að það séu flest allir að moka sem geta mokað,“ segir Finnur Aðalbjörnsson, eiganndi Finns ehf, eins stærsta verktakafyrirtækisins á Akureyri. Hann kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að snjómokstri. Hvernig gengur þetta? „Þetta gengur bara mjög vel, það var náttúrulega enginn snjór fyrir þannig að þetta er ósköp þægilegur og góður snjór að moka. 60-70 cm jafnfallið og svo er þetta búið að síga eitthvað smá“ Þetta hefur oft verið verra en þetta? Já, fyrir tveimur árum var þetta ekki svona gott, segir Finnur og minnist eins snjóþyngsta vetrar í manna minnum á Norðurlandi. Hvernig er tilfinningin þegar þú sérð að það er að fara snjóa dálítið mikið? „Æi, þetta er nú alltaf pínu gaman sko en ég var nú að vonast til að þetta myndi hanga fram í miðjan janúar eða eitthvað. En við erum búin að fá frábæran vetur eða gott haust, frost og stillur bara og ósköp þægilegt veður,“ segir Finnur. Og moksturinn gengur vel. „Bærinn er svo sem ekkert ófær sko, alls ekki. Það er verið að moka íbúðargötur núna, búið að moka helstu stofnbrautir og strætóleiðir náttúrulega löngu búnar. Þetta tekur einhverja tvö þrjá daga í viðbót. Þá verður þetta fínt.“
Akureyri Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00 Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10. janúar 2020 08:00
Ruddi Öxnadalsheiði svo starfsmennirnir hans næðu flugi: „Ef þú hugsar vel um mennina þína þá hugsa þeir vel um þig“ Á meðal þeirra sem fylgdu Finni Aðalbjörnssyni yfir Öxnadalsheiði var fullorðinn maður sem þurfti að komast til læknis. 11. janúar 2020 08:30