Stefnir í tæplega þrjátíu daga sóttkví: „Ég vona allavega að ég losni á nýju ári“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 11:13 Bjarni Már Magnússon prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur verið í sóttkví í rúma tuttugu daga samfleytt. Sóttkvíin hófst þann 10. desember, þegar dóttir hans smitaðist af kórónuveirunni, en börnin hans hafa svo smitast koll af kolli. Sóttkvíin lengist því með hverju smiti en Bjarni hefur sjálfur ekki smitast af veirunni. Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Eins og núgildandi reglur segja til um ber þeim sem er í sóttkví á heimili með Covid-smituðum að vera í sóttkví degi lengur en einangrun þess sem smitaður er á heimilinu nemur. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að hann viti ekki alveg hvað hann eigi til bragðs að taka. Staðan sé orðin nokkuð þreytt en í gær, á tuttugasta degi sóttkvíar, bárust honum þær fréttir að enn skyldi sóttkvíin lengjast. Við bætast því átta dagar til viðbótar. Blessunarlega hafi börnin verið með lítil eða engin einkenni. „Ég byrjaði 10. desember. Hvað eru það þá, eru það komnir ekki 22 dagar ef maður telur það með,“ segir Bjarni en eins og stendur er gert ráð fyrir því að sóttkvíin vari í 28 daga samfleytt. Hann hefði átt að losna í gær en þá greindist sonur hans smitaður af kórónuveirunni. Bjarni segist ekki geta útilokað að elsti sonurinn greinist og lengist sóttkvíin um sem því nemur. Hefur skilning á annríki heilbrigðisyfirvalda „Það er náttúrulega bara kannski svolítið öfugsnúið, af því að einangrunin, nú hefur hún verið stytt í sjö daga og þá geturðu verið sko í sóttkví alveg endalaust. Ég vona allavega að ég losni á nýju ári, vonandi í janúar,“ segir Bjarni óvenjubrattur í samtali við fréttastofu. Bjarni segist hafa kannað stöðuna hjá Covid göngudeild Landspítalans en kemur að lokuðum dyrum. Reglurnar séu ótvíræðar. Hann hafi þó skilning á því að mikið sé að gera hjá heilbrigðisyfirvöldum og tekur stöðunni af léttúð. „Ég var einmitt að spyrja í gær hvort það væri hægt að fara í smitgát eða eitthvað mildara af því maður væri ekkert að smitast, en það var bara nei, nei,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við að honum finnist staðan eðli málsins samkvæmt dálítið sérstök.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira