„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“ Snorri Másson skrifar 3. janúar 2022 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningar og örvunarbólusetningar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt. 795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51
Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36