Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:45 Húsnæðið er sagt henta vel undir starfsemina. Arctic Fish Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu. Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu.
Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent