Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2022 13:45 Húsnæðið er sagt henta vel undir starfsemina. Arctic Fish Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu. Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Samningurinn var undirritaður á gamlársdag. Að sögn Arctic Fish hefur takmörkuð sláturgeta gert það að verkum að ekki hafi tekist að anna allri eftirspurn eftir slátrun á eldislaxi stóran hluta þessa árs. „Með aukinni framleiðslu er fyrirséð að þetta verði staðan þar til að sláturgeta á Vestfjörðum hefur verið aukin. Með það í huga þarf félagið að tryggja sér aukið aðgengi að slátrun eins fljótt og auðið er,“ segir í tilkynningu. Að sögn bæjaryfirvalda í Bolungarvík hefur Fiskmarkaðurinn í staðinn fengið aðra lóð undir nýtt hús sem fyrirhugað er að reisa. Lóðin var í eigu mjólkurvinnslunnar Örnu sem samdi um að bærinn fengi lóðina en léti í staðinn stækka lóð Örnu neðan við Íshúsið með landfyllingu. Einnig var undirritaður samningur til sjö ára milli Arctic Sea Farm ehf. og Bolungarvíkurkaupstaðar um aflagjöld af eldislaxi. View this post on Instagram A post shared by Bolungarvík (@bolungarvik) Skoðað að byggja eitt stórt sláturhús fyrir fyrirtækin Sláturmál Arctic Fish hafa verið í skoðun um nokkurt skeið. Hefur þar verið horft til þess að nýta stærðarhagkvæmni þess að byggja eitt stórt sláturhús fyrir stærsta hluta þeirrar framleiðslu sem kemur frá Vestfjörðum. Að sögn Arctic Fish hafa margir staðir komið til greina sem og samstarf við önnur eldisfyrirtæki. Sú skoðun hafi þó dregist og byggingartími slíkrar framkvæmdar um tvö ár. Á sama tíma stækki eldi fyrirtækisins hratt á meðan núverandi sláturgeta sé takmörkuð. „Með því að kaupa umrætt húsnæði sem hentar vel fyrir þessa starfsemi og er nánast tilbúið er mögulegt á tiltölulega stuttum tíma að koma upp sláturhúsi sem annar þeirri framleiðslu sem framundan er. Þrátt fyrir að ákvörðun um fjárfestingu í sláturhúsi liggi ekki fyrir vill félagið tryggja sér húsnæðið með það að markmiði að koma þar upp sláturhúsi sem annar framleiðslu fyrirtækisins,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í tilkynningu.
Bolungarvík Fiskeldi Fiskur Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent