Sögulega djúp lægð í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2022 22:13 Lægðirnar gerast varla dýpri en sú sem er spáð síðar í vikunni. Vísir/Vilhelm Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. Þetta kemur fram á veðurfræðivefnum blika.is. Þar segir að yfir suðurríkjum Bandaríkjanna sé nú lægð sem valdi miklu vetrarveðri á austurströnd Bandaríkjanna í dag. Lægðin komi til með að halda áfram upp með ströndinni og suður yfir Nýfundnaland. „Þar mætir heit lægðin mjög köldu lofti og dýpkar hratt á miðvikudag. Á fimmtudagsmorgun er lægðamiðjunni svo spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa,“ segir á vefnum. Þar kemur einnig fram að jafn djúpar lægðir séu afar fátíðar, og raunar sé ekki vitað um margar dýpri lægðir hér á landi en þá sem væntanleg er, ef frá eru taldir fellibyljir. „Þrjár lægðir keppast um titilinn dýpsta lægð í nágrenni Íslands og jafnframt um titilinn dýpsta lægð í heimi. Þann 2. desember 1929 mældist þrýstingur 920 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta var löngu fyrir tíma gervihnatta og ómögulegt að vita hversu djúp lægðin var, þó verður að teljast líklegt að lægðin hafi verið eitthvað dýpri. Svo liðu rúmlega 50 ár þar til ný lægð lét að sér kveðja. Sú kom upp að landinu þann 15.des 1986. Þá er talið að þrýstingur í lægðamiðju hafi farið niður í 914 hPa. Kort sem sýnir þá lægð má sjá hér að neðan sem unnið er úr ERA Interim endurgreiningunni og er fengið af brunni Veðurstofunnar,“ segir á blika.is. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Þetta kemur fram á veðurfræðivefnum blika.is. Þar segir að yfir suðurríkjum Bandaríkjanna sé nú lægð sem valdi miklu vetrarveðri á austurströnd Bandaríkjanna í dag. Lægðin komi til með að halda áfram upp með ströndinni og suður yfir Nýfundnaland. „Þar mætir heit lægðin mjög köldu lofti og dýpkar hratt á miðvikudag. Á fimmtudagsmorgun er lægðamiðjunni svo spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa,“ segir á vefnum. Þar kemur einnig fram að jafn djúpar lægðir séu afar fátíðar, og raunar sé ekki vitað um margar dýpri lægðir hér á landi en þá sem væntanleg er, ef frá eru taldir fellibyljir. „Þrjár lægðir keppast um titilinn dýpsta lægð í nágrenni Íslands og jafnframt um titilinn dýpsta lægð í heimi. Þann 2. desember 1929 mældist þrýstingur 920 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta var löngu fyrir tíma gervihnatta og ómögulegt að vita hversu djúp lægðin var, þó verður að teljast líklegt að lægðin hafi verið eitthvað dýpri. Svo liðu rúmlega 50 ár þar til ný lægð lét að sér kveðja. Sú kom upp að landinu þann 15.des 1986. Þá er talið að þrýstingur í lægðamiðju hafi farið niður í 914 hPa. Kort sem sýnir þá lægð má sjá hér að neðan sem unnið er úr ERA Interim endurgreiningunni og er fengið af brunni Veðurstofunnar,“ segir á blika.is.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira