Búnaðurinn; gleraugu og fjarstýring, verður notaður með PS5 leikjatölvunni.
Kynningin fór fram á Consumer Electronics Show tæknisýningunni í Las Vegas í gær. Sýndarveruleikagleraugun sjálf voru ekki sýnd á kynningunni.
Samkvæmt kynningunni og upplýsingum á vef Sony verða OLED skjáir í gleraugunum og verður upplausn þeirra 2000x2040 fyrir hvort auga. Þá verða skjáirnir 90 og 120Hz og sjónsvið 110 gráður.
Þá munu gleraugun fylgja augum notenda. Gleraugunum fylgja svo nýjar fjarstýringar sem innihalda hreyfiskynjara.
Auk þessa sýndi Sony stutta stiklu úr fyrsta PSVR2-leiknum sem verið er að framleiða. Hann kallast Horizon Call of the Mountain og gerist í sama söguheimi og Horizon Forbidden West, sem kemur út í næsta mánuði.
Eins og áður segir hefur Sony ekkert sagt um mögulegan útgáfudag sýndarveruleikabúnaðarins.