Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:23 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“ MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Hreggviður tilkynnir þetta í yfirlýsingu sem var send á fjölmiðla rétt í þessu. Þar segist hann harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hafi skýrt frá og fjallað hafi verið um í fjölmiðlum. Honum þyki afar þungbært að heyra um hennar reynslu en telji sig þó ekki hafa gerst brotlegur við lög. Um er að ræða frásögn Vítalíu Lazarevu sem lýsti ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðaferð í desember 2020. Vítalía hefur greint frá ofbeldinu á samfélagsmiðlum og sagði svo sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í gær. Í framhaldinu hafa Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður stigið til hliðar. Hreggviður og Ari eru samkvæmt heimildum fréttastofu tveir af þremur þjóðþekktum karlmönnum sem Vítalía hefur sakað um að hafa brotið á sér í heitum potti í sumarbústaðaferðinni. Hún sagðist í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í vikunni hafa farið í bústaðinn til að hitta tæplegan fimmtugan karlmann sem hún var í ástarsambandi með en svo farið að hinir þrír mennirnir hafi brotið á henni, káfað á henni og stungið fingrum inn í hana. Vítalía lýsti því einnig í þættinum að þekktur karlmaður í þjóðfélaginu hafi gengið inn á hana og þáverandi ástmann hennar á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn fengið manninn til að lofa þagmælsku gegn því að fá kynferðislega greiða frá Vítalíu. Veritas, félagið sem er í eigu Hreggviðs, sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Dótturfélög Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Fram kemur á heimasíðu Veritas að það leggi áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Hreggviður hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum fréttastofu síðustu daga. Yfirlýsing Hreggviðs „Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
„Ég harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem ung kona hefur skýrt frá og fjallað hefur verið um í sumum fjölmiðlum. Það er afar þungbært að heyra um hennar reynslu. Ég lít þetta mál alvarlegum augum og þrátt fyrir að ég hafi ekki gerst brotlegur við lög þá mun ég stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi.“
MeToo Kynferðisofbeldi Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18