Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 13:10 Ari Edwald er farinn í tímabundið leyfi vegna umræðu á samfélagsmiðlum um meint kynferðisofbeldi. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. „Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ segir Elín Margrét Stefánsdóttir stjórnarformaður Ísey útflutnings í samtali við fréttastofu. Stundin greindi fyrst frá. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á þriðjudag þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Stundin hefur áður fjallað um að Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festar, sé einn þeirra fjögurra. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía sumarbústaðarferðinni sem hræðilegri upplifun. Hún hafi farið þangað til að hitta tæplega fimmtugan karlmann, sem hún var þá í ástarsambandi með. Þrír aðrir menn hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og svo farið að þeir hafi káfað henni og stungið fingrum inn í hana í heitum potti. Að sögn Elínar Margrétar óskaði Ari sjálfur eftir að fara í leyfið. Það sé tímabundið en ekki sé ákveðið hvenær hann komi aftur til starfa. Á meðan muni Einar Einarsson, aðstoðarmaður hans, sinna verkefnum sem Ari hefði annars sinnt. Ástæða leyfisins sé umræðan um meint ofbeldi sem farið hafi fram á samfélagsmiðlum síðustu daga. Skráningin um að Ari Edwald sé formaður Atvinnuveganefndar hefur verið fjarlægð af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.Skjáskot Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur nafn hans verið tekið út af heimasíðu flokksins þar sem áður stóð að hann væri formaður nefndarinnar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ara þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga. Fréttin var uppfærð klukkan 17:30 með upplýsingum um breytta formannsstöðu Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
„Við vissum af þessu strax í haust þegar þetta kom á samfélagsmiðlum og við tókum það mjög alvarlega. Þá var gert samkomulag við hann að ef það yrði eitthvað meira úr þessu, kærur eða eitthvað slíkt þá myndi hann óska eftir leyfi,“ segir Elín Margrét Stefánsdóttir stjórnarformaður Ísey útflutnings í samtali við fréttastofu. Stundin greindi fyrst frá. Umræddar ásakanir komu fram í hlaðvarpsþættinum Eigin konur á þriðjudag þar sem Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, lýsti kynferðisofbeldi sem hún sagðist hafa verið beitt í sumarbústaðarferð í desember 2020. Vítalía tjáði sig fyrst um meint ofbeldi í röð færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún nefndi Ara í þessu samhengi ásamt þremur öðrum karlmönnum. Stundin hefur áður fjallað um að Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festar, sé einn þeirra fjögurra. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía sumarbústaðarferðinni sem hræðilegri upplifun. Hún hafi farið þangað til að hitta tæplega fimmtugan karlmann, sem hún var þá í ástarsambandi með. Þrír aðrir menn hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og svo farið að þeir hafi káfað henni og stungið fingrum inn í hana í heitum potti. Að sögn Elínar Margrétar óskaði Ari sjálfur eftir að fara í leyfið. Það sé tímabundið en ekki sé ákveðið hvenær hann komi aftur til starfa. Á meðan muni Einar Einarsson, aðstoðarmaður hans, sinna verkefnum sem Ari hefði annars sinnt. Ástæða leyfisins sé umræðan um meint ofbeldi sem farið hafi fram á samfélagsmiðlum síðustu daga. Skráningin um að Ari Edwald sé formaður Atvinnuveganefndar hefur verið fjarlægð af heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.Skjáskot Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Ari einnig stigið til hliðar sem formaður Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur nafn hans verið tekið út af heimasíðu flokksins þar sem áður stóð að hann væri formaður nefndarinnar. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ara þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu daga. Fréttin var uppfærð klukkan 17:30 með upplýsingum um breytta formannsstöðu Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18