Logi Bergmann í leyfi frá K100 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 17:18 Logi Bergmann er farinn í ótímabundið leyfi frá K100. Vítalía Lazareva birti í gær á Instagram samskiptin sem sjást á myndinni. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent