Logi Bergmann í leyfi frá K100 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 17:18 Logi Bergmann er farinn í ótímabundið leyfi frá K100. Vítalía Lazareva birti í gær á Instagram samskiptin sem sjást á myndinni. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“