Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands Matthías Ólafsson skrifar 7. janúar 2022 15:30 Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Hæstvirt ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Í tilefni þess að ný ríkisstjórn skilgreinir um þessar mundir áherslur sínar fyrir komandi kjörtímabil viljum við, höfundar þessa bréfs, beina sjónum hennar að stöðu barna á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og skora á ríkisstjórn að koma á fót aðgerðum í þágu umbóta í málaflokknum. Þá viljum við bjóða fram krafta okkar til að vinna með stjórnvöldum sem foreldrar og fagaðilar að bjartari framtíð fyrir börnin okkar. Við bendum fyrir það fyrsta á niðurstöður skýrslu UNICEF frá árinu 2020. Þar kom fram að íslensk ungmenni eru í verri stöðu en ungmenni annarra Evrópuþjóða er viðkemur færni í námi og félagslífi eða í 34. sæti af 38 og í 24. sæti af 38. þegar viðkemur andlegri líðan, líkamlegri heilsu og náms- og félagsfærni. Dvalartími barna á Íslandi er sá lengsti sem þekkist í Evrópu, en 88% íslenskra barna eru í leikskóla 8-9 klukkustundir alla virka daga. Takmarkað fjármagn hefur fylgt sívaxandi álagi á leikskóla eða styttingu vinnuviku sem skapað hafa erfiðar starfsaðstæður í leikskólum um allt land. M.t.t. dvalartíma, starfsaðstæðna og hlutfalls leikskólakennara, sem nú er 28% þegar lögbundið hlutfall á að vera 67%, hefur staðan aldrei verið verri síðan leikskólar voru lögfestir árið 1994. Samhliða þessari þróun er vert að nefna að íslenskir foreldrar verja að jafnaði mun fleiri stundum dagsins við vinnu en heima fyrir. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland er í 33. sæti af 40 löndum innan OECD þegar kemur að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það er staðreynd að langur vinnutími og þannig takmörkuð lengd frítíma sé mikilvæg þegar kemur að andlegri heilsu og getu til að veita börnum sínum þá kærleiksríku umönnun sem þau þurfa á fyrstu stigum lífsins. Helstu umönnunaraðilar ungra barna á Íslandi, foreldrar þeirra en ekki síður starfsfólk leikskóla sem sinnir uppeldi og menntun barna, eru undir miklu álagi og alltof algengt er að heyra um viðvarandi streitu meðal þessara hópa. Sjaldnar er talað um þau skaðlegu áhrif sem álag á starfsfólk leikskóla hefur á börnin sjálf. Ung börn eru viðkvæm og þurfa mikla og einstaklingsmiðaða umönnun og menntun en samfélagsgerðin, eins og hún hefur þróast og er í dag, tekur alls ekki tillit til þessara þarfa. Þessi vegferð er ekki greypt í stein. Fjöldi aðgerða hafa þegar verið lagðar til hvað varðar umbætur í málaflokki barna. Vel til þess fallnar eru aðgerðir sem miða að aukinni hlutdeild foreldra í lífi barna sinna á grundvelli annarra kosta en að skóladagur barna sé of langur eins og tölurnar sýna. Aðgerðir, sem efla forsendur tengslamyndunar í frumbernsku og minnka álag á opinberar stofnanir. Þá er aðkallandi þörf fyrir að stefnumótun miði sérstaklega að því að minnka álag og streitu í nánasta umhverfi ungra barna til að efla getu helstu umönnunar- og menntunaraðila til að mæta þörfum þeirra fyrir kærleiksríka, nána umönnun og menntun. Við undirrituð, hvetjum nýja ríkisstjórn til að taka stöðu barna á Íslandi í dag alvarlega, og gera viðamiklar breytingar sem miða að umbótum í þágu okkar viðkvæmustu þegna. Við skorum á stjórnvöld að vinna með foreldrum og fagaðilum að því að búa svo um að Ísland verði meðal forysturíkja er viðkemur málaflokki barna og fjölskyldna og bjóðum þess efnis fram krafta okkar og samráð á komandi kjörtímabili. Höfundur er stjórnmálafræðingur og formaður Fyrstu fimm. Greinin er skrifuð fyrir hönd eftirfarandi samtaka og fagaðila: Félag stjórnenda leikskóla, Félag leikskólakennara, Fyrstu Fimm, Heimili og skóli, Jógasetrið, Kviknar, Leið að uppeldi, Meðgöngufræðsla Ólafs Grétars, Meðvitaðir foreldrar, Memm play, Sæunn Kjartansdóttir. Þorpið - Tengslasetu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun