Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun