Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2022 21:50 Eyja Margrét Brynjólfsdóttir er prófessor í heimspeki. Stöð 2 Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, segir atburði gærdagsins marka tímamót og sýna árangur í áralangri baráttu gegn kynferðisofbeldi. Þeir Ari Edwald, Arnar Grant, Hreggviður Jónsson, Logi Bergmann og Þórður Már Jóhannesson ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi eftir að viðtal Eddu Falak við hina 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudaginn vakti mikla athygli. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Eyja Margrét var gestur í setti Kvöldfrétta Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún segir það vera til marks um hugarfarsbreytingu eftir áratuga-, ef ekki aldagamla, baráttu gegn kynferðisofbeldi sem hafi verið sérstaklega áberandi á síðustu árum. „Ég held að við sjáum alveg mun, það hefur orðið breyting á því hvernig viðbrögð eru og hvernig frásögnum þolenda er tekið, hverjum er tekið mark á og hvað er ekki samþykkt að halda áfram að þagga niður,“ segir hún. Líklegt að fleiri stígi fram Innt eftir því hverju hún búist við í framhaldinu segir Eyja Margrét að sér finnist líklegt að fleiri stígi fram með frásagnir af kynferðisofbeldi, hvort sem það varði sömu gerendur eða aðra. „Það er náttúrulega það sem við höfum oft séð í svona málum, að þegar eitthvað kemur upp að þá eiga gerendurnir sér oft lengri sögu og jafnvel bara langa og efnismikla. En það gætu líka komið fram fleiri sambærileg mál sem varða aðra gerendur,“ segir hún. Þá segir hún málið geta verið hvatningu fleiri þolenda til að stíga fram. Þurfi að sýna iðrun og ásetning um að gera betur Eyja Margrét segir mörg dæmi vera um það að gerendur í kynferðisbrotamálum snúi fljótt aftur í samfélagið og sínar valdastöður. „Jafnvel bara eins og ekkert hafi í skorist og það er kannski það sem við höfum ákveðnar áhyggjur.“ Þó sé ekkert sérstakt kappsmál að hindra að umræddir menn eigi afturkvæmt í samfélagið og atvinnulífið. „Það sem við náttúrulega viljum sjá er að komi þeir til baka þá muni þeir ekki halda áfram þessari sömu hegðun heldur þá sé það á þeim forsendum að þeir hafi sýnt iðrun með sannfærandi hætti og eins sannfærandi ásetning um að gera betur í framtíðinni,“ segir Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki, að lokum. Viðtal við Eyju Margréti má sjá í spilaranum hér að neðan en það hefst rétt fyrir þriðju mínútu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Telur vendingar dagsins merki um að þolendum virðist trúað Tanja Ísfjörð, ein af stjórnarmeðlimum aðgerðarsinnahópsins Öfga, telur að sú atburðarrás sem fór af stað í dag þegar fimm þjóðþekktir einstaklingar stigu til hliðar eftir að hafa verið bendlaðir við mál ungra konu sem sakar þá um að hafa brotið á sér, séu merki um að fólk virðist trúa þolendum. 6. janúar 2022 19:29
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32