MG Marvel R - MG færir sig inn á lúxusmarkað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. janúar 2022 07:00 MG Marvel R. MG Marvel R er nýlegur fimm manna rafjepplingur frá MG sem hefur útlitið með sér. MG hefur undanfarið komið af krafti inn í rafbílasenuna með MG ZS sem hefur verið einn hagkvæmasti kosturinn fyrir þau sem vilja hreinan rafjeppling. Framendinn á MG Marvel R. Útlit Marvel R hefur útlitið með sér og segja má að hann samsvari sér betur en systkin hans frá MG. Hann er stæðilegur á hjólunum. Framendinn er afar smekklegur og minnir blaðamann einna helst á Lamgorghini Huracan, sem er mikið hrós. Vangasvipurinn er ekki síðri, enda sportlegur en jafnframt smekklegur. Afturendinn er fínn, framendinn skarar samt fram úr. Aksturseiginleikar Marvel R er ekki ósvipaður öflugum jepplingum sem ganga fyrir bensín eða dísel. Það sem hann hefur fram yfir marga aðra rafjepplinga er að hann er ekki mjög stífur og hastur, sem er vel. Hann er þá lipur í akstri og að snattast á Marvel R er frekar þægilegt, þá er sérstaklega auðvelt að leggja honum. Hann er með gott myndavélakerfi sem hjálpar til í þröngum bílastæðum og í myrkrinu. Innra rými í MG Marvel R. Notagildi og innra rými Eins og aðrir jepplingar er fremur þægilegt að ganga um Marvel R. Skott plássið er 357 lítrar sem er talsvert minna en margir keppinautar státa af. Volkswagen ID.4 hefur til að mynda 543 lítra skottpláss, Kia EV6 státar af 490 lítrum og Mustang Mach-E er með 402 lítra. Mercedes-Benz EQA hefur hins vegar 340 lítra skottpláss. Skottið á MG Marvel R. Innra rýmið er smekklegt og afþreyingarkerfið er voldugt og upplýsingaskjárinn er afskaplega stór og góður. Bíllinn er einstaklega vinalegur, ökumanni er boðið góðann daginn þegar bíllinn er settur í gang. Aftursæti í MG Marvel R. Fótaplássið aftur í er þokkalegt, það er pláss fyrir fullorðinn í aftursætinu þegar ökumannssætið er stillt fyrir ofanritaðan sem vissulega er ekkert sérstaklega hár í loftinu. En það er ekki feyknamikið pláss, sleppur til. MG Marvel R í hleðslu. Drægni og hleðsla Marvel R dregur frá 370 - 402 km. Hann fer 402 km í afturhjóladrifsútgáfu en 370 með fjórhjóladrifi. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til efasemda um þessar tölur. Rafhlaðan í Marvel R er 70 kWh. Fjórhjóladrifna útgáfan er 4,9 sekúndur í 100 km/klst. Marvel R getur tekið inn á sig 94kW í hraðhleðslu sem þýðir að hann er innan við klukkustund að hlaða sig í hraðhleðslu. Hann er um sjö klukkustundir að hlaða sig í 11 kW heimahleðslu. Vangasvipurinn á MG Marvel R. Verð og samantekt MG Marvel R kostar frá 6.299.000 kr. og upp í 7.199.000 kr. Dýrari útgáfan er með BOSE hljómkerfi og leðursportsætum. Mesti munurinn felst þó í fjórhjóladrifinu sem er í dýrari útgáfunni. Mercedes-Benz EQA er sennilega næstur Marvel R í stærð og því eðlilegur samanburður. EQA kostar frá 6.990.000 kr. Marvel R er því 700.000 kr. ódýrari í sambærilegri, afturhjóadrifinni útgáfu. Það er erfitt að horfa framhjá því. MG Marvel R er ekki eins ódýr bíll og MG ZS. MG virðist ætla sér innreið á lúxusmarkað með Marvel R, sú innreið er vel heppnuð, bíllinn er afar frambærilegur. Eitt er það þó sem þvælist fyrir Marvel R, það er að hægt er að fá afturhjóladrifinn Kia EV6 frá 5.990.777 kr. og í fjórhjóladrifsútgáfu frá 6.690.777 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent
Framendinn á MG Marvel R. Útlit Marvel R hefur útlitið með sér og segja má að hann samsvari sér betur en systkin hans frá MG. Hann er stæðilegur á hjólunum. Framendinn er afar smekklegur og minnir blaðamann einna helst á Lamgorghini Huracan, sem er mikið hrós. Vangasvipurinn er ekki síðri, enda sportlegur en jafnframt smekklegur. Afturendinn er fínn, framendinn skarar samt fram úr. Aksturseiginleikar Marvel R er ekki ósvipaður öflugum jepplingum sem ganga fyrir bensín eða dísel. Það sem hann hefur fram yfir marga aðra rafjepplinga er að hann er ekki mjög stífur og hastur, sem er vel. Hann er þá lipur í akstri og að snattast á Marvel R er frekar þægilegt, þá er sérstaklega auðvelt að leggja honum. Hann er með gott myndavélakerfi sem hjálpar til í þröngum bílastæðum og í myrkrinu. Innra rými í MG Marvel R. Notagildi og innra rými Eins og aðrir jepplingar er fremur þægilegt að ganga um Marvel R. Skott plássið er 357 lítrar sem er talsvert minna en margir keppinautar státa af. Volkswagen ID.4 hefur til að mynda 543 lítra skottpláss, Kia EV6 státar af 490 lítrum og Mustang Mach-E er með 402 lítra. Mercedes-Benz EQA hefur hins vegar 340 lítra skottpláss. Skottið á MG Marvel R. Innra rýmið er smekklegt og afþreyingarkerfið er voldugt og upplýsingaskjárinn er afskaplega stór og góður. Bíllinn er einstaklega vinalegur, ökumanni er boðið góðann daginn þegar bíllinn er settur í gang. Aftursæti í MG Marvel R. Fótaplássið aftur í er þokkalegt, það er pláss fyrir fullorðinn í aftursætinu þegar ökumannssætið er stillt fyrir ofanritaðan sem vissulega er ekkert sérstaklega hár í loftinu. En það er ekki feyknamikið pláss, sleppur til. MG Marvel R í hleðslu. Drægni og hleðsla Marvel R dregur frá 370 - 402 km. Hann fer 402 km í afturhjóladrifsútgáfu en 370 með fjórhjóladrifi. Ekkert í reynsluakstrinum gefur tilefni til efasemda um þessar tölur. Rafhlaðan í Marvel R er 70 kWh. Fjórhjóladrifna útgáfan er 4,9 sekúndur í 100 km/klst. Marvel R getur tekið inn á sig 94kW í hraðhleðslu sem þýðir að hann er innan við klukkustund að hlaða sig í hraðhleðslu. Hann er um sjö klukkustundir að hlaða sig í 11 kW heimahleðslu. Vangasvipurinn á MG Marvel R. Verð og samantekt MG Marvel R kostar frá 6.299.000 kr. og upp í 7.199.000 kr. Dýrari útgáfan er með BOSE hljómkerfi og leðursportsætum. Mesti munurinn felst þó í fjórhjóladrifinu sem er í dýrari útgáfunni. Mercedes-Benz EQA er sennilega næstur Marvel R í stærð og því eðlilegur samanburður. EQA kostar frá 6.990.000 kr. Marvel R er því 700.000 kr. ódýrari í sambærilegri, afturhjóadrifinni útgáfu. Það er erfitt að horfa framhjá því. MG Marvel R er ekki eins ódýr bíll og MG ZS. MG virðist ætla sér innreið á lúxusmarkað með Marvel R, sú innreið er vel heppnuð, bíllinn er afar frambærilegur. Eitt er það þó sem þvælist fyrir Marvel R, það er að hægt er að fá afturhjóladrifinn Kia EV6 frá 5.990.777 kr. og í fjórhjóladrifsútgáfu frá 6.690.777 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent