Fyrrverandi stuðningsmaður Flokks fólksins segir Ingu drulla yfir spyrla og aðra vinstri hægri Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 14:03 Fyrrverandi stuðningsmaður flokks Ingu Sæland segir framkomu hennar ekki sæma þingmanni. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins birtir skilaboð til sín þar sem henni eru ekki vandaðar kveðjurnar. Sá sem það gerir ætlar ekki að kjósa flokk hennar aftur vegna framkomu sem viðkomandi telur ekki sæma þingmanni. Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Inga var í hressilegu spjalli í morgun á Bylgjunni og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Enda sóttvarnaaðgerðir til umræðu sem eru Ingu mikið hjartans mál. Hún vill herða tökin. Spyrlar Bítisins fengu það óþvegið frá þingmanninum ef henni þóttu spurningarnar ekki við sitt skap, sem var oft. Vísir sagði af þessu útvarpsviðtali í morgun. Nú hefur Inga birt á Facebooksíðu sinni skilaboð frá einstaklingi sem hún segir að hafi stutt Flokk fólksins. Inga segist reyndar ekki skilja neitt í neinu því henni þykir sá sem sendi henni skilaboðin sína sér dónaskap, með því að skamma sig fyrir dónaskap. Skilaboðin sem Ingu bárust frá Elísabetu Jóhannesdóttur eru svohljóðandi: „Ég var að hlusta á Ingu Sæland í þættinum Í bítið og mér ofbauð algerlega hvernig hún úthúðaði og talaði niðurlægjandi við spyrjendurn eins og hún gerir ansi oft þar sem hún talar. Þó að þeim hafi fundist það fyndið þá er þessi framkoma alls ekki í lagi. Hún er ekki þingmanni sæmandi, ekki henni neitt frekar en öðrum þingmönnum. Ég kaus ykkur seinast vegna þess að málefnið skiptir mig miklu máli. Það mun ég ekki gera aftur. Inga Sæland er svo dónaleg og drullar yfir spirjendurna og aðra sem hún á í samskiptum við. Það er ofbeldi að úthúða fólki svona. Hún þarf alvarlega að bæta sína framkomu.“ Inga, sem er ekki von að láta nokkurn mann eiga inni hjá sér hvorki eitt né neitt, fylgir hins vegar þessum orðum úr hlaði með því að segja: „Dæmi um "huggulega" framkomu sem ósjaldan flýtur á fjöru stjórnmálamannsins. Talandi um niðrandi framkomu, ótúðun og dónaskap...hm... maður verður smá ringlaður“. Klippa: Inga Sæland lét vaða á súðum í Bítinu
Flokkur fólksins Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira