Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 16:50 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. Neyðarstigi var lýst yfir vegna veirunnar 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er í faraldrinum séu bjartari tímar framundan og ljós við enda ganganna. „Allt mun þetta hefjast með samstöðunni sem við höfum ítrekað sýnt að er okkar besta vopn. Það er mat sóttvarnalæknis og Almannavarna að ef samfélagið tekur sig saman, hægi á, minnki samgang eins og hægt er, sé um tímabundið ástand að ræða og landsmenn geti með hækkandi sól lifað með mun minni samkomutakmarkanir en nú eru í gildi,“ segir í tilkynningunni. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti hér á landi frá því að ómíkron-afbrigðið barst hingað til lands í byrjun desember. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar til muna 23. desember síðastliðinn en þrátt fyrir það hefur hver metdagurinn tekið við af öðrum hvað varðar greiningu smitaðra hér á landi. Undanfarna daga hafa um 1.000 til 1.200 greinst smitaðir af veirunni innanlands dag hvern og sjaldan jafn margir á landamærunum. Þá er staðan í heilbrigðiskerfinu metin grafalvarleg. Landspítalinn var færður á neyðarstig 28. desember síðastliðinn og er það mat landlæknis að staðan muni þyngjast enn fremur á næstunni og á fleiri heilbrigðisstofnunum. Það verði bæði vegna fjölgun sjúklinga með Covid-19 og vegna fjölgunar starfsmanna í einangrun. Búast megi við mikilli fjölgun innlagna á næstunni ef spár standist. „Í ljósi framangreinds er það mat ríkislögreglustjóra að rétt sé að lýsa yfir Neyðarstigi Almannavarna. Með því virkja fyrirtæki og stofnanir viðbragðsáætlanir sýnar um órofinn rekstur á hæsta stigi. Slíkt hefur ekki almenn áhrif á almenning en lýtur fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, stofnunum og viðbragðsaðilum sem hlutverki hafa að gegna í viðbragðsáætlun almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Neyðarstigi var lýst yfir vegna veirunnar 6. mars 2020, 4. október 2020 og 24. mars 2021. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að þrátt fyrir að staðan sé eins og hún er í faraldrinum séu bjartari tímar framundan og ljós við enda ganganna. „Allt mun þetta hefjast með samstöðunni sem við höfum ítrekað sýnt að er okkar besta vopn. Það er mat sóttvarnalæknis og Almannavarna að ef samfélagið tekur sig saman, hægi á, minnki samgang eins og hægt er, sé um tímabundið ástand að ræða og landsmenn geti með hækkandi sól lifað með mun minni samkomutakmarkanir en nú eru í gildi,“ segir í tilkynningunni. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti hér á landi frá því að ómíkron-afbrigðið barst hingað til lands í byrjun desember. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar til muna 23. desember síðastliðinn en þrátt fyrir það hefur hver metdagurinn tekið við af öðrum hvað varðar greiningu smitaðra hér á landi. Undanfarna daga hafa um 1.000 til 1.200 greinst smitaðir af veirunni innanlands dag hvern og sjaldan jafn margir á landamærunum. Þá er staðan í heilbrigðiskerfinu metin grafalvarleg. Landspítalinn var færður á neyðarstig 28. desember síðastliðinn og er það mat landlæknis að staðan muni þyngjast enn fremur á næstunni og á fleiri heilbrigðisstofnunum. Það verði bæði vegna fjölgun sjúklinga með Covid-19 og vegna fjölgunar starfsmanna í einangrun. Búast megi við mikilli fjölgun innlagna á næstunni ef spár standist. „Í ljósi framangreinds er það mat ríkislögreglustjóra að rétt sé að lýsa yfir Neyðarstigi Almannavarna. Með því virkja fyrirtæki og stofnanir viðbragðsáætlanir sýnar um órofinn rekstur á hæsta stigi. Slíkt hefur ekki almenn áhrif á almenning en lýtur fyrst og fremst að þeim fyrirtækjum, stofnunum og viðbragðsaðilum sem hlutverki hafa að gegna í viðbragðsáætlun almannavarna og sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag. 11. janúar 2022 16:28
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Bindur vonir við að hjarðónæmi náist á næstu vikum eða mánuðum Sóttvarnalæknir segir Íslendinga nú standa á krossgötum með tilliti til faraldursins. Efla þurfi afkastagetu spítalans og ef það tekst ekki þarf að grípa til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar. Hann bindur vonir við að með bólusetningum og útbreiddum sýkingum verði hægt að ná hjarðónæmi á næstunni. Yfirlæknir á Landspítala segir fyrir öllu að ná fjölda smitaðra niður til að Landspítali ráði við álagið. 11. janúar 2022 13:30