„Umtalsverðar fjárhæðir“ en óljóst hvernig á að skattleggja þær Snorri Másson skrifar 14. janúar 2022 09:26 Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður hjá Deloitte Legal. Vísir/Sigurjón Talið er að þúsundir Íslendinga hafi hagnast verulega á rafmyntarviðskiptum á meðan enginn skýr lagarammi er til um skattlagningu í málaflokknum. Lögfræðingur segir tímabært að stjórnvöld bregðist við breyttum tímum. Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“ Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Árlegur Skattadagur Deloitte var haldinn í gær í samstarfi við Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins. Á meðal þeirra sem flutti erindi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður, sem ræddi um ýmsa agnúa sem megi sníða af skattkerfinu. Einn slíkur agnúi er umgjörð rafmynta, þar sem löggjöfin hefur að sögn Guðbjargar dregist aftur úr þróuninni. „Þúsundir Íslendinga eru að fjárfesta í rafmyntum. Þetta eru umtalsverðar fjárhæðir og það eru fjölmargir sem hafa atvinnu af námugreftri. Ríkisskattstjóri hefur gefið út hvert sitt álit er. Þetta eru skattskyldar tekjur og þú getur haft skattskyldan hagnað af þessu. En það eru samt sem áður engin skýr ákvæði um þetta í lögunum,“ segir Guðbjörg í samtali við fréttastofu. Vöxtur rafmyntarinnar hefur verið stopull, fyrst hægur en svo ævintýralegur á allra síðustu árum. Sá sem keypti Bitcoin fyrir 100 Bandaríkjadali árið 2011 ætti í dag Bitcoin að andvirði 4,3 milljóna dala. Það er því ljóst að skýr löggjöf um skattlagningu á slíkum hagnaði gæti haft mikla þýðingu. „Fjármálaráðherra var spurður um þetta 2018 og hann sagði að hann hefði hug á því að skipa starfshóp til að skoða nánari skattlagningu á þessum fyrirbærum. En við höfum ekkert séð í þeim efnum. En nú eru liðin þónokkur ár síðan, þannig að ég held að það sé alveg tímabært,“ segir Guðbjörg. Taka má dæmi: Ef einhver ætti Bitcoin fyrir um 1.000 dali, sem myndi síðan hækka í verði upp í 1.500 dali, þannig að hagnaðurinn næmi 500 dölum, þyrfti hann að telja það fram? „Þú átt að telja hann fram,“ segir Guðbjörg. „Skattayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar í þeim efnum. Og þú átt líka að borga fjármagnstekjuskatt af þeim hagnaði. En engu að síður eru þetta fyrirbæri sem voru eðlilega ekki inni í skattalögunum á sínum tíma þegar þau voru sett fyrir áratugum síðan. Þannig að núna er bara mikilvægt að það sé bara tekið sérstaklega á þessu.“
Rafmyntir Skattar og tollar Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira