Persónuvernd svarar Kára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2022 12:52 Persónuvernd hefur sent Kára Stefánssyni bréf. Vísir Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög. Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í desember að Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Úrskurðurinn lýtur fyrst og fremst að því að blóðsýni hafi verið tekin í viðbótarhluta rannsóknarinnar, áður en Vísindasiðanefnd veitti heimild fyrir þeim hluta rannsóknarinnar. Því er haldið fram að ekki sé heimilt samkvæmt lögum að hefja vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsókna áður en leyfi siðanefndar liggur fyrir. Kári var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og hét hann því að fá henni hnekkt fyrir dómstólum, en nánar má lesa um mótbárur Kára við ákvörðun Persónuverndar hér að neðan. Í bréfi stjórnar Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilefni bréfsins séu að Kári hafi „ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Persónuvernd hafi talið það ólögmætt þegar ÍE skimaði, f.h. sóttvarnalæknis, fyrir SARS-Cov-2-veirunni og mótefnum við henni á árinu 2020.“ Bréfið undirritað af stjórn Persónuverndar Bendir Persónuvernd á að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að við framkvæmd skimunar fyrir SARS-CoV-2-veirunni og mótefnum við henni á fyrri hluta árs 2020 hefði verið farið að ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar í meginatriðum, þar á meðal hvað snerti aðkomu ÍE að skimuninni. „Sú fullyrðing forstjóra ÍE að Persónuvernd telji fyrirtækið hafa gerst brotlegt við lög við skimunina er því ekki rétt,“ segir í bréfinu. Þar er hins vegar bent á ákvörðun Persónuverndar þar sem fjallað var um aðdraganda viðbótarrannsóknarinnar. „Fyrir lá að eftir að sótt hafði verið um rannsóknarviðbótina, en áður en hún var samþykkt af Vísindasiðanefnd, voru blóðsýni tekin úr öllum inniliggjandi sjúklingum á Landspítala með COVID-19 án upplýsts samþykkis þeirra. Þá lá fyrir að sýnin voru send ÍE og að þar voru gerðar á þeim mótefnamælingar,“ segir í bréfinu. „Af þessu tilefni var leitað skýringa frá ÍE og Landspítala. Fram kom í svörum ÍE að þetta hefði verið þáttur í klínískri vinnu og að niðurstöður hefðu verið sendar Landspítala. Af hálfu spítalans kom hins vegar fram að engar niðurstöður tengdar kennitölum sjúklinga hefðu borist honum. Persónuvernd vísaði til þess að vinnsla persónuupplýsinga skal vera lögmæt, sanngjörn og gagnsæ gagnvart hinum skráða, svo og þess að hún skal eiga sér skýrt tilgreindan tilgang. Í ljósi þeirra misvísandi skýringa sem borist höfðu taldi Persónuvernd að vinnsla persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE í tengslum við sýnatökuna hefði ekki samrýmst þessum kröfum, segir ennfremur.“ Hvergi hafi verið vikið að því að Íslensk erfðagreining hafi gerst brotleg við lög við skimun á fólki, en bréfið er undirritað af stjórnarmeðlimum stjórnar Persónuverndar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í desember að Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Úrskurðurinn lýtur fyrst og fremst að því að blóðsýni hafi verið tekin í viðbótarhluta rannsóknarinnar, áður en Vísindasiðanefnd veitti heimild fyrir þeim hluta rannsóknarinnar. Því er haldið fram að ekki sé heimilt samkvæmt lögum að hefja vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsókna áður en leyfi siðanefndar liggur fyrir. Kári var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og hét hann því að fá henni hnekkt fyrir dómstólum, en nánar má lesa um mótbárur Kára við ákvörðun Persónuverndar hér að neðan. Í bréfi stjórnar Persónuverndar til Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilefni bréfsins séu að Kári hafi „ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Persónuvernd hafi talið það ólögmætt þegar ÍE skimaði, f.h. sóttvarnalæknis, fyrir SARS-Cov-2-veirunni og mótefnum við henni á árinu 2020.“ Bréfið undirritað af stjórn Persónuverndar Bendir Persónuvernd á að stofnunin hafi komist að þeirri niðurstöðu að við framkvæmd skimunar fyrir SARS-CoV-2-veirunni og mótefnum við henni á fyrri hluta árs 2020 hefði verið farið að ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar í meginatriðum, þar á meðal hvað snerti aðkomu ÍE að skimuninni. „Sú fullyrðing forstjóra ÍE að Persónuvernd telji fyrirtækið hafa gerst brotlegt við lög við skimunina er því ekki rétt,“ segir í bréfinu. Þar er hins vegar bent á ákvörðun Persónuverndar þar sem fjallað var um aðdraganda viðbótarrannsóknarinnar. „Fyrir lá að eftir að sótt hafði verið um rannsóknarviðbótina, en áður en hún var samþykkt af Vísindasiðanefnd, voru blóðsýni tekin úr öllum inniliggjandi sjúklingum á Landspítala með COVID-19 án upplýsts samþykkis þeirra. Þá lá fyrir að sýnin voru send ÍE og að þar voru gerðar á þeim mótefnamælingar,“ segir í bréfinu. „Af þessu tilefni var leitað skýringa frá ÍE og Landspítala. Fram kom í svörum ÍE að þetta hefði verið þáttur í klínískri vinnu og að niðurstöður hefðu verið sendar Landspítala. Af hálfu spítalans kom hins vegar fram að engar niðurstöður tengdar kennitölum sjúklinga hefðu borist honum. Persónuvernd vísaði til þess að vinnsla persónuupplýsinga skal vera lögmæt, sanngjörn og gagnsæ gagnvart hinum skráða, svo og þess að hún skal eiga sér skýrt tilgreindan tilgang. Í ljósi þeirra misvísandi skýringa sem borist höfðu taldi Persónuvernd að vinnsla persónuupplýsinga hjá Landspítala og ÍE í tengslum við sýnatökuna hefði ekki samrýmst þessum kröfum, segir ennfremur.“ Hvergi hafi verið vikið að því að Íslensk erfðagreining hafi gerst brotleg við lög við skimun á fólki, en bréfið er undirritað af stjórnarmeðlimum stjórnar Persónuverndar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Íslensk erfðagreining Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent