„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. janúar 2022 14:35 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að embættinu hafi borist margar ábendingar um framkvæmd sýnatökunnar á Suðurnesjum, þá helst að umhverfið væri ekki barnvænt, þröngt væri um börnin, og starfsmenn ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. Salvör segir mikilvægt að vel sé búið um börnin. „Þetta eru náttúrulega fjölmörg börn sem eru að fara í sýnatökur og þetta geta verið mjög erfiðar aðstæður, þau eru oft hrædd bæði við sýnatökuna sjálfa og jafnvel hrædd við útkomuna, að þeirri bíði einangrun eða sóttkví,“ segir Salvör. „Þannig það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum,“ segir hún enn fremur. Andrea Klara Hauksdóttir, deildarstjóri á heilsugæslu HSS, segir að verið sé að skoða málið og kanna alla verkferla. „Við náttúrulega tökum öllum ábendingum fagnandi og munum skoða þetta í framhaldinu. En allir eru að gerast sitt besta í þessu óvenjulegu verkefni,“ segir Andrea og bætir við að undanfarið hafi verið mjög mikið um sýnatökur á Suðurnesjum. Hún segir að þrátt fyrir ábendingarnar hafi sýnatökurnar vel og bendir á að heilbrigðisstarfsfólk er alltaf á svæðinu komi eitthvað upp á. Svipað erindi var sent á heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót, meðal annars þar sem langar raðir mynduðust oft. Í morgun fengust þau svör að búið væri að bregðast við erindinu og gera úrbætur. „Núna er staðan sú að það eru svo mörg börn að fara í sýnatöku og jafnvel allt niður í kornabörn. Þannig það er auðvitað mjög brýnt að aðstæður séu aðlaðandi fyrir börn, starfsfólk þjálfað og fólk þurfi ekki að bíða í löngum röðum,“ segir Salvör. Aðspurð um hvort hún telji tilefni til að kanna aðstæður í öðrum landshlutum í ljósi ábendinganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum segist hún vona að stofnanirnar fari í það sjálfar. „Við vonumst auðvitað til þess að sú umræða sem hefur verið um þetta að undanförnum dögum og vikum geri það að verkum að aðrir skoði sín mál og meti aðstæðurnar út frá þörfum barna og hagsmunum þeirra,“ segir Salvör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Tengdar fréttir Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06 Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01 Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag. 12. janúar 2022 21:06
Algengt að börn séu hrædd og kvíðin fyrir sýnatökur og bólusetningar Mikilvægt er að undirbúa börn vel fyrir sýnatökur og bólusetningar því algengt eru að þau verið hrædd og kvíði því að þurfa jafnvel að fara aftur, að sögn barnasálfræðings. Þá geti sóttkví sömuleiðis haft andleg áhrif á börnin. 12. janúar 2022 20:01
Jafnlöng röð í sýnatöku og áður Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda. 31. desember 2021 12:36