BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. janúar 2022 07:01 Rafjepplingurinn BMW iX BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. BMW Group kaupir rafhlöður frá Samsung SDI og CATL. Eins er BMW með samning um kaup á Northvolt rafhlöðum. Samkvæmt Nicolas Peter, fjármálastjóra BMW er ekki ljóst hverskonar rafhlöður eru rétti kosturinn í augnablikinu. Hann sagði líka að fyrir 2-3 árum hefði BMW ekki trúað því að orkuskiptin yfir í hreina rafbíla myndu gerast eins hratt og raunin er. „Við höfum tryggt okkur vel með þeim samstarfsaðilum sem við vinnum með í dag. Við erum ekki kominn að þeim tímapunkti að við getum sagt til með öruggum hætti um hvaða tækni mun fylgja okkur næstu 10-15 árin. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í ýmsum birgjum um allan heim sem vinna í rafhlöðutækni.“ BMW býst við að tvöfalda sölu hreinna rafbíla á milli árana 2021 og 2022 úr rúmlega 100.000 í fyrra á heimsvísu og í 200.000 á heimsvísu. Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent
BMW Group kaupir rafhlöður frá Samsung SDI og CATL. Eins er BMW með samning um kaup á Northvolt rafhlöðum. Samkvæmt Nicolas Peter, fjármálastjóra BMW er ekki ljóst hverskonar rafhlöður eru rétti kosturinn í augnablikinu. Hann sagði líka að fyrir 2-3 árum hefði BMW ekki trúað því að orkuskiptin yfir í hreina rafbíla myndu gerast eins hratt og raunin er. „Við höfum tryggt okkur vel með þeim samstarfsaðilum sem við vinnum með í dag. Við erum ekki kominn að þeim tímapunkti að við getum sagt til með öruggum hætti um hvaða tækni mun fylgja okkur næstu 10-15 árin. Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í ýmsum birgjum um allan heim sem vinna í rafhlöðutækni.“ BMW býst við að tvöfalda sölu hreinna rafbíla á milli árana 2021 og 2022 úr rúmlega 100.000 í fyrra á heimsvísu og í 200.000 á heimsvísu.
Vistvænir bílar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent