Ný veiðisvæði hjá Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2022 09:15 Fish Partner hefur gert samning um veiðirétt í Fossálum og einnig efri hluta árinnar sem nefnist Þverá og síðar Öðulbrúará. Veiðisvæðið mun því taka stakkaskiptum og stækka gríðarlega en efra svæðið er geysi fagurt og er hluti svæðisins á skrá UNESCO. Það svæði hefur verið algerlega lokað almenningi og eingöngu nýtt af landeigendum í áraraðir. Til að krydda þetta en frekar þá er neðsti hluti Fossálana einnig inni í veiðisvæðinu (ekki Vatnamót) þannig að áin er orðin ein heild en ekki bútaskipt eins og áður var. Það verður eingöngu veitt á flugu hér eftir og öllum fiski sleppt. Húsakostur mun verða til mikilla fyrirmynda en gamli bærinn þverá verður tekinn í gegn og klassaður upp í gæða gistingu. Húsið verður ekki klárt fyrir vorið þannig að lítið hús í Hörgslandi mun fylgja leyfum í vorveiðinni. Þetta er kærkomin viðbót fyrir fyrir veiðimenn og spennandi verkefni þar sem veiða sleppa er nú einnig í Vatnamótum. Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Norðurá enn fegurst áa Veiði
Veiðisvæðið mun því taka stakkaskiptum og stækka gríðarlega en efra svæðið er geysi fagurt og er hluti svæðisins á skrá UNESCO. Það svæði hefur verið algerlega lokað almenningi og eingöngu nýtt af landeigendum í áraraðir. Til að krydda þetta en frekar þá er neðsti hluti Fossálana einnig inni í veiðisvæðinu (ekki Vatnamót) þannig að áin er orðin ein heild en ekki bútaskipt eins og áður var. Það verður eingöngu veitt á flugu hér eftir og öllum fiski sleppt. Húsakostur mun verða til mikilla fyrirmynda en gamli bærinn þverá verður tekinn í gegn og klassaður upp í gæða gistingu. Húsið verður ekki klárt fyrir vorið þannig að lítið hús í Hörgslandi mun fylgja leyfum í vorveiðinni. Þetta er kærkomin viðbót fyrir fyrir veiðimenn og spennandi verkefni þar sem veiða sleppa er nú einnig í Vatnamótum.
Stangveiði Mest lesið Fín veiði við Ölfusárós Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Rafrænar kosningar til stjórnar SVFR Veiði Norðurá enn fegurst áa Veiði