Volkswagen íhugar skráningu rafhlöðueiningar á markað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. janúar 2022 07:01 Volkswagen ID.4 1ST Max Volkswagen ætlar að koma allri rafhlöðuframleiðslu sinni í eitt evrópskt rafhlöðufyrirtæki. Því verður ætlað að framleiða rafhlöður í sex verksmiðjum fyrir lok 2030. Þar sem útkoman eru um 240GWh á ári. Stjórnarmaður félagsins hefur þegar sagt að hugsanlega verði utanaðkomandi gert kleift að fjárfesta í félaginu. Nýjustu fregnir herma að Volkswagen sjái jafnvel fyrir sér að setja rafhlöðufélagið á markað. Volkswagen hafi jafnvel hug á því þegar fram líða stundir að eiga einungis minnihluta í félaginu. Þessar vangaveltur koma í kjölfar orða Thomas Schmall, stjórnarmanns í Volkswagen AG og framkvæmdastjóra Volkswagen Group Components í samtali við dagblaðið Frankfurter Allgemeine Sinntagszeitung. „Ef sala rafbíla þróast eins og við reiknum með myndi það vera skynsamlegt að taka inn utanaðkomandi fjárfesta. En við myndum vilja vera við stýrið,“ sagði Schmall. Thomas Schmall, stjórnarmaður í Volkswagen AG og framkvæmdastjóri Volkswagen Group Components „Það þarf ekki endilega að þýða að við þurfum meirihluta,“ bætti hann við. Volkswagen gæti haldið í stjórnartaumana með auknu atkvæðavægi hluta. Með öðrum orðum þá mun innanhúsframleiðsla Volkswagen á rafhlöðum starfa sem dótturfélag, en í framtíðinni gæti það orðið einskonat birgi með tengingu. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi nýlegra frétta af því að BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðsluað taka ákvörðun um að hefja eigin rafhlöðuframleiðslu. Vistvænir bílar Tengdar fréttir BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. 14. janúar 2022 07:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
Nýjustu fregnir herma að Volkswagen sjái jafnvel fyrir sér að setja rafhlöðufélagið á markað. Volkswagen hafi jafnvel hug á því þegar fram líða stundir að eiga einungis minnihluta í félaginu. Þessar vangaveltur koma í kjölfar orða Thomas Schmall, stjórnarmanns í Volkswagen AG og framkvæmdastjóra Volkswagen Group Components í samtali við dagblaðið Frankfurter Allgemeine Sinntagszeitung. „Ef sala rafbíla þróast eins og við reiknum með myndi það vera skynsamlegt að taka inn utanaðkomandi fjárfesta. En við myndum vilja vera við stýrið,“ sagði Schmall. Thomas Schmall, stjórnarmaður í Volkswagen AG og framkvæmdastjóri Volkswagen Group Components „Það þarf ekki endilega að þýða að við þurfum meirihluta,“ bætti hann við. Volkswagen gæti haldið í stjórnartaumana með auknu atkvæðavægi hluta. Með öðrum orðum þá mun innanhúsframleiðsla Volkswagen á rafhlöðum starfa sem dótturfélag, en í framtíðinni gæti það orðið einskonat birgi með tengingu. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi nýlegra frétta af því að BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðsluað taka ákvörðun um að hefja eigin rafhlöðuframleiðslu.
Vistvænir bílar Tengdar fréttir BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. 14. janúar 2022 07:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent
BMW segir of snemmt að veðja á innanhúss rafhlöðuframleiðslu BMW hefur hingað til ekki viljað fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu. Fyrirtækið hefur sagt að það sé of snemmt að stækka innanhúss rafhlöðuframleiðslu sína þar til tæknin er orðin þróaðri. 14. janúar 2022 07:01