Valentino Rossi ætlar að keppa á fjórum hjólum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. janúar 2022 07:01 Valentino Rossi. MotoGP goðsögnin Valentino Rossi hætti keppni í mótorhjólakappakstri í lok síðasta árs. Á glæstum mótorhjólaferli varð Rossi sjöfaldur heimsmeistari, vann 89 keppnir og var 199 sinnum á verðlaunapalli. Hann hefur nú skráð sig í sportbílakappakstursmótaröð með WRT liðinu á þessu ári í GT3 flokki. Rossi er 42 ára og hefur lengi talað um að hann vilji reyna fyrir sér við kappakstur á fjórum hjólum þegar mótorhjólaferlinum lyki. Hann ætlar að standa við loforðið. Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum árið 2019. Hér má sjá myndband frá þeim degi. Rossi mun aka á Audi R8 í tíu keppna mótaröð. Keppni hefst á Imola brautinni í apríl og svo er keppni tvö á Brands Hatch nokkrum vikum seinna. Rossi mun ekki etja kappi við neina aukvisa. Hann mun stinga sér beint í djúpu laug atvinnumannanna. Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum „Allir vita að ég hef alltaf verið aðdáandi kappaksturs á bílum og ég hef alltaf haft áhuga á því að keppa á fjórum hjólum,“ sagði Rossi. Valentino Rossi prófaði Ferrari Formúlu 1 bíl á sínum tíma.mynd: kappakstur.is „Nú er ég fær um að gefa mig alveg í kappakstur á bíl með faglegu viðhorfi. WRT liðið er fullkominn staður fyrir mig og ég er stressaður yfir byrjuninni á þessu nýja ævintýri,“ bætti Rossi við. Enn er óljóst hverjir munu deila akstrinum með goðsögninni. Eitt er víst að spennandi verður að fylgjast með hvernig Rossi gengur að aðlagast fjórum hjólum. Akstursíþróttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent
Rossi er 42 ára og hefur lengi talað um að hann vilji reyna fyrir sér við kappakstur á fjórum hjólum þegar mótorhjólaferlinum lyki. Hann ætlar að standa við loforðið. Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum árið 2019. Hér má sjá myndband frá þeim degi. Rossi mun aka á Audi R8 í tíu keppna mótaröð. Keppni hefst á Imola brautinni í apríl og svo er keppni tvö á Brands Hatch nokkrum vikum seinna. Rossi mun ekki etja kappi við neina aukvisa. Hann mun stinga sér beint í djúpu laug atvinnumannanna. Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum „Allir vita að ég hef alltaf verið aðdáandi kappaksturs á bílum og ég hef alltaf haft áhuga á því að keppa á fjórum hjólum,“ sagði Rossi. Valentino Rossi prófaði Ferrari Formúlu 1 bíl á sínum tíma.mynd: kappakstur.is „Nú er ég fær um að gefa mig alveg í kappakstur á bíl með faglegu viðhorfi. WRT liðið er fullkominn staður fyrir mig og ég er stressaður yfir byrjuninni á þessu nýja ævintýri,“ bætti Rossi við. Enn er óljóst hverjir munu deila akstrinum með goðsögninni. Eitt er víst að spennandi verður að fylgjast með hvernig Rossi gengur að aðlagast fjórum hjólum.
Akstursíþróttir Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent